Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 16
10
BtfNAÐARRIT
vitanlega mjög eftir því, hve hátt landið verðnr
metið. Og þegar þess er gætt, að menn geta gert sjer
von um, að um 200 kýrnytjar nægi til þess að greiða
árlega 8°/o af áveitukostnaði, sem á jarðirnar fellur,
getur það á engan hátt talizt ókugsandi eða
ókleift fyrir bændur svæðisins, að standa straum af
þeim kostnaði, ef þeim er sjeð fyrir þolanlegum
markaði fyrir afurðir sínar.
En til þess að svo verði, er mjólkurbússtofnun sú
nauðsynleg, er nefndin leggur til að hraðað verði
eftir því sem hægt er.
Er og nefndin þeirrar skoðunar, að best myndi og
affarasælast, bæði fyrir bændur svæðisins og rikis-
sjóð, að býlafjölgunin í Flóanum kæmi smátt og
smátt, jafnóðum og framleiðslan vex, og afurðasala
jarðanna nægði til að framfleyta fleiri fjölskyldum.
Mætti þá skifta jörðunum í hæfilega stór býli, eftir
hinum breyttu staðháttum.
En viðbúið er að eðlileg skifting jarðanna gæti
ekki komist á, án íhlutunar hins opinbera.
Fyrst og fremst verður það nauðsynlegt, að erf-
ingjum bænda væri gert auðvelt að fá jörð sinni
skift, og menn þyrftu að geta hvenær sem er, fengið
hæfa sjerfræðinga til þess að annast rjettlát skifti.
Viðbúið er og, að stjórn áveitufjelagsins verði að
gera gangskör að því, að valin verði túnstæði og
ákveðin útgræðsla á jörðum, alllöngu áður en jörð-
unum verði skift.
Rjett er og að geta þess hjer, að sumsstaðar eru
landspildur manna mjög óhagkvæmar til afnota vegna
lögunar. I*egar nú flóðgarðar og skurðir skifta þess-
um örmjóu ræmum, verður heyskapur óþolandi erf-
iður á spildum þessum. Er það óumflýjanlegt, að