Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 32
26
BÚNAÐARRIT
að efni eða verð, reyndust viö nánari athugun eigi sem
varlegastir. Skal eigi hirt um að tína það til hjer.
En niðurstöðutölur Diederiksens voru þessar:
1. Bú sem vinnur úr 887,500 Iítr. mjólkur, eða
355 kýrnytjum á 2500 kg. yrði reist fyrir kr.
120,000. Færu 41,000 kr. í vjelar en 79,000 kr.
í hús auk íshúss.
Reksturskostnaður yrði 39,775 kr. á ári, að
meðtöldum koslnaði við mjólkurflutninga að bú-
inu (kr.5000), og 7% vöxtum af stofnkostnaði. En
þessi upphæð samsvaraði 4,5 eyr. á hvern lílr.
mjólkur, sem búið ynni úr.
Miðað við 4 kr. verð á kg. smjörs og 80 au.
á kg. osts, yrði nýmjólkurverðið 23,5 eyr. brúttó,
eða 19 aurar að frádregnum reksturskostnaði.
2. Bú sem gæti unnið úr 3 milj. lítr. mjólkur á
ári, myndi kosta:
Vjelar .... kr. 65,000
Hús öll . . . . — 111,000
Samtals 176,000
Reksturskostnað áætlaði Diederiksen 82,200 kr.
á ári, (af því 12,000 kr. til mjólkurflutninga) og
yrði reksturskostnaður þá sem svaraði 2,75 eyr.
á mjólkurlítra. Yrði kostnaðuriun með því móti
18/r eyr. minni á hvern lítra, en í minsta búinu.
Það, sem sparaðist við að slá búunum þrem í
eitt, næmi eftir þessu, með því mjólkurmagni, sem
hjer er reiknað með, um 35 þús. kr. á ári.
3. Loks gerði Diederiksen áætlun um bú, sem gæti
unnið úr 6 miij. lítr. mjólkur á ári, en með því
að það er alt of stórt, miðað við kúafjölda í
Flóanum, þá er ekki ástæða til þess að greina
□ánar frá þeirri áætlun.