Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 38
32
BtfNAÐARRIT
veiö smjörfeitinnar. Samkvæmt áætluöu verði á ostum
og skyri þá verður brúttó veiðmæti undanrenningarinn-
ar rúmir 8 aurar pr. líter eða rúmlega 23 aurar pr.
líter nýmjólkur.
Sje gert ráð fyrir rjómabúsvinslu'með svipuðu sniði
og hjer hefur tíðkast, og þó með dálítið bættum og
auknum áhöldum þá fæst ekki meira en 12.44 aurar
fyrir smjörfeiti mjólkurlítersins eða 15.10 -r- 12.44 =
2.66 aurum minna heldur en með vinslu-aðferð mjólkur-
samlagsins, og þessi verðmunur nemur 2.66 X 2500 =
67.00 kr. á hverri meðal mjólkurkú árlega.
í fljótu bragði virðist svo sem að veiðmæti smjör-
feitinnar ætti að vera hið sama í jafn-góðri mjólk, hvort
sem smjörið er unnið í rjómabúi eða mjólkursamlagi.
Orsökin til að svo er ekki er í fyrsta lagi sú, sem áð-
ur er getið um, að ca. 0,5% af smjörfeiti mjólkurinnar
fer með undanrenningunni við aðskilningu mjólkurinnar
á bæjunum, og í öðru lagi tapast um 4°/o af smjörfeit-
inni í áflrnar vegna þess að rjóminn er ekki sýrður.
Væri aftur á móti reynt að koma i veg fyrir þetta tap
með því að sýra rjómann, þá er þess að gæta, að áf-
irnar yrðu ekki notaðar til ostagerðar og þar af leiðandi
verð-litlar. Af þeim ástæðum er gert ráð fyrir að ijóma-
bú mundi ekki sýra rjómann, en vinna ost úr áfunum
á sama hátt og þau hafa gert undanfarin ár.
Þá kemur næst til athugunar hvað kostnaðurinn muni
verða mikill við rekstur mjólkursamlags og við rekstur
rjómabús, og því hafa verið gerðar rekstursáætlanir fyrir
rjómabú með og án gerilsneyðingar rjómans, og mjólk-
ursamlags, sem vinnur smjör, osta og skyr. Niðurstaða
þessara áætlana er sú, að reksturskostnaður mjólkur-
samlagsins verður 2.85 aurar pr. líter nýmjólkur auk
flutningskostnaðar, en reksturskostnaður rjómabús veiður
9,5 aur. pr. liter rjóma og 10,5 aur. sje rjóminn geril-
sneyddur. Þetta samsvarar 1,9 aur. pr. líter nýmjólkur og er
það reiknað á sama hátt og hitt, auk flutningskostnaðar.