Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 72
66
BÚNAÐARRIF
12. gr.
Hús öll og mannvirki mjólkurbúsins, svo og lóð-
areign þess, vjelar og áhöld og endurbætur, er síðar
verða gerðar, er eign Flóaáveitufjelagsins, og skal
stofnkostnaður og þeir vextir af bonum, sem eigi eru
greiddir af utanfjelagsmönnum, svo og annar kostn-
aður við umbætur og aukningu mjólkurbúsins háður
sömu meginreglum gagnvart áveitusvæðismönnum,
sem annar stofnkostnaður áveitunnar. Fari hinir ár-
legu vextir, er fjelagsmenn á áveitusvæðinu greiða af
stofnfje mjólkurbúsins, fram úr 0,2 aurum á hvert
kíló mjólkur, er þeir senda til búsins, skal því, sem
umfram er, jafnað niður á allar áveitujarðir sem
öðrum árlegum áveitukostnaði samkv. Flóaáveitu-
lögunum nr. 68, 14/n 1917, sbr. viðaukalög við þau
nr. 10 16/c 1926.
13. gr.
í varasjóð skal leggja árlega af óskiftum tekjum
l°/o af viðskiftaveltu fjelagsins. I hann skal og renna
arður af viðskiftuin, er utanfjelagsmenn kunna að
hafa við fjelagið, inntökugjald nýrra fjelaga, einnig
sektir fyrir biot á samþyktum eða reglugjörðum
fjelagsins.
Að öðru leyti gilda um varasjóð ákvæði laga um
samvinnufjelög.
14. gr.
í stofnsjóð skal árlega leggja 4°/o af brúttóverði
þeirrar mjólkur, sem mjólkurbúið tekur við frá fjelags-
mönnum og öðrum viðskiftamönnum.
Þegar stofnsjóður er, að dóini stjórnar og fulltrúa-
ráðs, orðinn svo stór, að hann nægir til rekstursfjár fyr-
ir fjelagið, þá getur fulltrúaráðið ákveðið lægra gjald.