Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 95
BÚNAÐARRIT
fjenu í rennandi vatni en nota síður brynningarstokka,
en sjeu þeir notaðir, þurfa þeir að vera það hátt frá
gólfl, að fjeð nái ekki að troða niður í þá eða sparða
í þá, það þarf og iðuglega að hreinsa þá vandlega.
M. Einarsson láðleggur að láta heyin orna, þar eð
sýklarnir drepast af hitanum, som kemur í heyin þegar
þau eru að otna og heyin því hollaii. Það fje, sem
veikist ætti ávalt að einangra eftir því sem hægt er.
Öll innýfli úr sjúku fje, sem er drepið eða drepst, ætti
að grafa eða brenna.
Lækning.
Til þess að lækna þá gripi, sem sjúkir hafa verið,
hafa verið reyndar ótal tegundir af lyfjum, sem hafa
verið gefin inn um munninn. eða gefin í öndunarfærin,
bæði sem lofttegundir sem sjúklingarnir hafa verið latnir
anda að sjer, eða fljótandi. Hefir þá verið sprautað inn í
barkann og jafnvel áburður utan á brjóstholið hefir verið
reyndur. Af þeim lyfjum, sem gefin hafa verið inn í
munninn, mætti nefna teipentínu — tel hana gagns-
litla — v. Linden ráðleggur koparsalt, er hún telur að
drepi sýklana í görnunum. Handa kind ráðleggur hún
5 kubiksentimetra af l°/« vatnsblöndu af kopaitviklór-
salti (CuC’2) gefið í 100 gr. af mjólk eða kopartvíklór-
salti með matarsalti í hlutföllunum 1: 100 sem svo er
látið liggja fyiir fjenu sem saltsteinn, sem það sleikir.
Ef til vill mætti hafa eitthvert gagn af ráðleggingum v..
Linden til þess að fyrirbyggja veikina, en annars er erf-
itt að dæma um gagnsemi þess.
Af lofttegundum, heflr verið reynd svæla af tjöru,
karbólsýiú, teipentínu og tóbaki. Fjeð er þá sett í lítið
þjett hús, sem síðan er fylt með svælu af því lyfi, sem
notað er, þar er það látið vera í 10 — 15 mínútur. Að-
feið þessa verður að endurtaka 2 — 3 sinnum á dag í
nokkra daga.