Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 157
búnaðaurit
Gin- og klaufaveikin.
Ekki ósjaldan munu menn hafa heyrt talað um sjúk-
■dóm þann, sem gin- og klaufaveiki nefnist. En þar sem
veiki þessi hefir aldrei flutst hingað til landsins, eru
þeir örfáir, sem sjeð hafa sýkina eða hafa nokkra þekk-
ingu á eðli hennar og orsökum. Siðustu árin hefir um-
talið um sýki þessa aukist mjög, meðal annars vegna
þess, að hún hefir á þessum árum farið hamförum um
alla áifuna, og fijettir um hana borist hvaðanæfa hingað
til iaudsins. Bæði þetta, og eins hitt, að samgöngur
okkar við útlönd aukast mjög og eru beinni og örari en
áður hefir verið, hefir gert það að verkum, að ótti og
uggur hefir gripið menn yfir því, að sýkin bærist hingað
til landsins. Er veikin geysaði mest í nágrannalöndun-
um 1925—26 urðu allmiklar umræður um málið í blöð-
unum, sem leiddi til þess, að ríkisstjórnin gaf út 10. des.
1926 auglýsingu um innflutningsbann á ýmsum vöru-
tegundum til landsins. Á síðasta þingi fluttu þeir Tryggvi
Þórhallsson, Pjetur Ottesen og Jón Siguiðsson frumvarp
uin varnir gegn því, að gin- og klaufaveikin og aðrir
alidýrasjúkdómar flyttust hingað til landsins. Var mikið
rætt um frumvaip þetta á þinginu, og gekk það í gegn
í neðri deild. í efri deild var því vísað til stjórnarinnar,
samkvæmt tillögu landbúnaðarnefndar efri deildar, sem
hljóðar þannig: „Er nefndin öll sammála um að leggja
áherslu á að verjast því, að veiki þessi berist til lands-
ins, og vill láta það koma skýrt fram, að hún telur á
engau hátt ástæðu til að slaka á þeim ráðstöfunum,
sem gerðar hafa verið í þessu efni. Hins vegar hefir