Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 175
BT5NAÐAKRIT
169
að skepnan hefir haft hita í 1 — 3 daga, koma hin eig-
inlegu sjúkdómseinkenni veikinnar í ijós, það eru blöðr-
ur sem fyrst myndast í munni og á tungu skepnunnar
og stundum jafntímis en þá oftast nokkru seinna á milli
klaufanna, á júfri og spenum. Oft myndast einnig smá-
blöðrur á slímhimnum kyn- og þvagfæranna og slím-
himnurnar í þörmunum veiða rauðar af aukinni blóðsókn.
Jafnskjótt og blöðrurnar myndast hverfur sýkiefnið úr blóð-
inu og flyst í blöðruvökvann og slímhimnurnar og jafn-
framt fer hitinn að minka og hverfur brátt með öllu.
Strax og dýrið fær hita, sem eins og fyr er sagt skeð-
ur nokkrum dögum áður en hin eiginlegu sjúkdómsein-
kenni •— blöðrurnar — koma í ljós og hægt er að
þekkja veikina með vissu, er blóðið fult af sýkiefni, sem
þá þegar blandast þvagi, mjólk og maske saurindum og
munnslími sKepnunnar. Þessi eiginleiki sjúkdómsins veld-
ur þvi, að sjúkt dýr er oft búið að smita í nokkra daga
áður en sjúkdómurinn þekkist. Og eins og áður er sagt
kemur það alloft fyrir að veikin er svo væg í stöku
skepnum eða heilum áhöfnum, að það myndast einungis
mjög smáar eða nær engar blöðrur, og sem fyrst sjast
vib nákvæma rannsókn. Dýrin verða þá svo litið veik
að því er ekki veitt eftirtekt fyr en þá máske seint og
um siðir. Frá svona Ijettum tilfellum breiðist svo sýkin
út án þess menn viti hvaðan hún kemur.
Á meðan sýkiefoið dvelur í dýrinu er þvag, saurindi,
mjólk, blöðruvökvinn, munnslímið og vilsan úr sárunum,
sem myndast þegar blöðrurnar rifna, blandað sýkiefninu.
Eftir fáeiua daga vinnur þó llfsþróttur skepnunnar a sýki-
efninu eða að dýiið drepst. Þó getur mjólkin verið
smitandi nokkru eftir að skepnan sýnist
albata. Hve lengi vita menn ekki. en það er senni-
iega nokkuð mismunandi. EnnÞemur getur sýkiefuið
geymst mjög lengi 1 einstökum liffærum dýranna. Þann-
ig tala Hutyra og Maick í hinni merku handbók sinni
í sjúkdómafræði, sem alment mun notuð í flestum