Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 179
BÚNAÐARKIT
173
Kem jeg þá að því, hvað við getum og eigum að
banna. Rökrjett hugsun flnnur brátt ákveðna merkilínu
í þessu máli. Heilbrigð skynsemi hlýtur strax að viður-
kenna, að þær vörur, sem beinlínis eru
afurðir þeirra dýra, sem eru næm fyrir
sýkinni, og þær vörur eða hlutir, sem
þráfalt eru í beinni snertingu við alidýr
«ða affall frá alidýrum, hljóta að vera iang-
samlega hættulegastar. Reynslan hefir sýnt að þessar
tnerkilínur eru rjettar, og það eru líka þær, sem í öll-
nm aðaiatriðum eru ráðandi í áðurnefndu frumvarpi,
sem stjórnin leggur fyrir alþingi.
Jeg vil þá fyrst athuga ofurlítið reynslu annara þjóða
i þessum efnum, að svo miklu leyti sem rúmið leyflr.
Stórabretland er eyland eins og ísland, og því af natt-
lírunnar halfu einangrað frá öðrum löndum. Þetta land
«r ágætt dæmi um það, hve óvænt og óskiljanlega gin-
•og klaufaveikin getur flutst, landa á miili Þrátt fyrir það,
bótt England bannaði innflutning als lifandi búpenings
1892 frá meginlandi Evrópu og leyfði einungis innflutn-
ing á dýrum frá öðrum heimsálfum, sem þá voru svo
lengi á leiðinni, að meðgöngutími sýkinnar var löngu
liðinn er þau komu til Englands, braust sýkin þar þó út
1898. Var þá álitið að sýkin hefði flutst til landsins í
heyi frá Hollandi og Belgíu. Eftir það var innflutningur
á heyi og hálmi bannaður frá sýktum löndum í álfunni.
Síðan 1900 heflr þó veikin flutst til landsins hvað eftir
ð,Dnað. Frá Japan hefk sýkin flutst til Norður-Ameríku
í kúabólulymfu, sem notuð var í kálfa, og mörg dæmi
bekkjast, sem eru hliðstæð þessu.
Frá Þýskalandi heflr gin- og klaufaveikin þrásinnis
borist til Ðanmerkur. Próf. C 0. Jensen heflr því mikla
feynslu í þessum efnum, auk framúrskarandi vísinda-
bekkingar. Vil jeg því leyfa mjer að þýða hjer kafla úr
framangreindum fyrirlestri, sem hann flutti um gin- og
klaufaveikina.