Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 180
174
BUNAÐARRIT
„Sökum hinnar stóru þýðingar, sem þekking á smit-
möguleikum heíir, skal jeg skýra nokkru nánar frá þess-
ari hlið gin- og klaufaveikis málsins. Vil jeg þá byrja
með að skýra frá, hvað vjer vitum um innflutning sjúk-
dómsins til landsins.
Fyrst má nefna þá hættu, sem stafar af innflutningi
klaufdýra frá iöndum, þar sem gin- og klaufaveiki gengur.
Þrátt fyrir heilbrigðisvottorð og sóttkvíun hefir innflutn-
ingur þessi ætið nokkra hættu í för með sjer. Þannig
fluttist sjúkdómurinn 1911 með geitahóp frá Þýskalandi
til Danmerkur, og sýkin hefir einnig borist með naut-
gripum til landsins. Þess vegna er það fullkomlega rjett-
mætt, þótt landbúnaðarráðuneytið veiti einungis inn-
flutningsleyfi fyrir nautgripi, kindur, geitur og svín frá
sýktum löndum, þegar sjerstakar ástæður eru fyrir hendi.
Þá verður einnig að álíta það fullkomlega rjettmætt,
að banna innflutning á heyi og hálmi, til þess að t.ryggja
sig gegn smithættunni. Að því er snertir spursmálið um
smithættuna, sem kann að vera samfara því, að flytja
inn útlend fóðurefni og umbúðir þeirra, þá er það tor-
veldara að gefa glögt og rjett svar. Það er að vísu
engum vafa bundið, að næmir sjúkdómar geta flutst
inn með þessum vörutegundum. Það er sennilegt að mörg
miltisbrands-tilfelli hjer á landi komi af því, að grip-
irnir eru fóðraðir með fóðurkökum frá Austur-Evrópu
(„Bændakökum", sem búnar eru til heima hjá bændun-
um sjálfum). Þá staðreynd, að miltisbrandur minkaði
mjög mikið í húsdýrunum á meðan heimsstyrjöldin
geysaði, og jókst svo að sama skapi þegar henni var
lokið, er ekki hægt að skýra á annan veg en þann, að
álykta að fóðurefnin hafi verið smitiberar. Nákvæmlega
hið sama skeði í Noregi. — Það er heldur ekki hægt
að neita því, að smitihætta geti stafað af umbúðunum-
Enda er fyrir löngu síðan búið að banna í Danmörku,
sem og í flestum öðrum ríkjum, að fiytja inn hrat (klíð)i
og aðrar malaðar fóðurvörur í gömlum pokum.