Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 182
176
BÚNAÐARRIT
á nokkrum stööum á suðurströnd Lálands, en þá var
Fehmern og öll Norður-þýska strandlengjan heilbiigð,
sem lá í námunda við Láland.
í Englandi hafa margir litið svo á, að samband væri
milli útbreiðslu gin- og klaufaveikinnar og feiðalaga
farfuglanna um löndin, en þessi skoðun heflr heldur
ekki nægilega tryggan grundvöll og hafa Þjóðverjar fund-
ið henni margt til foráttu og bent meðal annais á, að
skýringar Englendinga á feiðalögum farfuglanna og flug-
stefnu væri rangur.
Aftur á móti er það engum vafa bundið, að smitið
getur flust hingað til landsins með járnbrautarvögnum,
sem notaðir eru til nautgripafiutninga. Þegar viðskiftin
eru eðlilega mikil eru á hverri viku fluttar fleiri hundr-
uð vagnhlaðningar af nautgripum suður í álfuna, en
jafnvel þótt hávaðinn af vögnunum snúi við á landa-
mæra-járnbrautastöðvunum, heldur þó nokkuð af þeim
lengra áfram með nautgripina, og eru fyrst seinna sendir
heim aftur. Auk þess kemur hingað mikið af járnbraut-
arvögnum frá Þýskalandi til nautgripaflutninga. Á ár-
unum 1923—24, þegar nautgripirnir voru sendir til
Austurríkis og Tjekkóslóvakíu, sannaðist það oft og
möigum sinnum, að dýrin smituðust á leiðinni gegnum
löndin þar, sem gin- og klaufaveikin gekk. Og jafnvel
þótt það sje lögboðið, að vagnarnir skuli sótt.hreinsast í
hvert sinn, sem þeir eru notaðir, þá þýðir ekki að draga
dul á, að það er langt frá að það sje framkvæmt sam-
kvæmt settum reglum. Sú skoðun hefir og rjetti-
lega verið ríkjandi langalengi að sótt-
næmið bærist með verslunarfólkinu. Marg-
faldar sannanir eru fyrir þessu, enda er það ofur skilj-
anlegt, Þegar við vitum að smitið þolir
þurk og uppþornun, að verslunarfókið flyti smit-
ið með sjer. Eftir að kaupendurnir hafa verið á útlend-
um mörkuðum fara þeir hindrunarlaust á okkar mark-
aði og um gripahús bændanna.