Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 187
BÚNAÐARRIT
181
Samkvæmt gildandi lögum á að blanda öll aaurindi
sýktra dýra með kalki og þekja síðan hauginn með
mold. Má ekki róta áburðinum eða flytja á engi eða
akra fyr en eftir 6 mánuði, en það er auðvitað miðað
við þá tímalengd, sem þeir álíta að sýkiefnið geti lifað
í áburðinum. Það er því skiljanlegt, að hraðvaxnar jaiðar-
afurðir eins og rófur, kartöflur, kál og annað grænmeti,
hey og hálmur, geti valdið smitun. Gengu Norðmenn
langt í því, eftir að gin- og klaufaveikin fluttist til þeirra,
að banna innflutning á þessum afurðum. Langsamlega
hættulegast af þessu verður þó að telja hey og hálm.
Vaxtartíminn er í flestum tilfellum mjög stuttur, sýkt
dýr ganga oft á engjum og geta einnig komist á akr-
ana, og auk þess eru þessar afurðir fluttar heim á býlin
og geymdar í námunda við peningshúsin. Smitun getur
því hæglega átt sjer stað. Umbúða-hálmur getur gengið
manna á milli og verið fiuttur land úr landi, svo að
hann getur hægiega smitimengast og valdið miklu fjóni.
Nokkuð öðru máli er að gegna með kornið. Venjulegast,
er það geymt í lengri tíma, áður en það kemst á mark-
aðinn og þaðan til neytenda. Kemur það sjaldan nálægt
peningshúsum. Mun því óhætt aö treysta því, að það
geti tæplega valdið smiti-flutningi landa á milli, þegar
um verulegar fjarlægðir er að ræða.
Þegar gin- og klaufaveikin gekk í Danmörku 1911 —
1912, komu skýrslur frá 331 býli, sem fengu sýkina.
Eítir því, sem næst varð komist, var álitið að smiti-
orsakirnar hefðu verið þessar:
Aðkeypt dýr frá smituðum áhöfnum . . í 29 stöðum
Elutningur nauta eða galta milli býla . - 13 —
Hýsingsaman við hesta frásmituðum býl. 2 —
Hjólk frá mjólkurbúum og ökumennirnir - 30 —
Kraftfóður eða pokar undan því . . . . - 44 —
Smitað drykkjarvatn................... - 2 —
^mit-flutningur með mönnum............ - 111 —