Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 194
188
BÚNAÐARRIT
þarf að sjá hvernig sljetturnar ráðast, sem sljettaðar eru
með Lúðvíks-herfum, samanborið við aðrar sljettur.
Til samanhurðar við Lúðvíks-herfin voru reynd þessi
herfi: Hankmó-herfi Nr. 1, þýskt skeraherfi (kallað Rúð-
ólfur) og fjaðraherfi. Einnig var ein samanhurðar-spilda
unnin með plóg, diskaherfi, Hankmóherfi og fjaðra-
herfi.
Lýsing: herfanna.
1. Saxlierfi Lúdvíks Jónssonar.
Aðal-uppistaða herfisins er ferhyrnd járngrind, smíðuð
úr flötu miltajárni. Fram- og afturhlið ferhyrningsins
(1 og 21) er úr 50 X 10 mm. járni, og endahliðarnar
(gaflarnii) (3) úr 50 X 13 mm. járni. Utanmál grindar-
innar er 1,35 X 0,77 m. Langsum í miðja grindina
kemur járnás (5). er leikur í steyptum járnlegum (4),
sem eru fest á endahliðar grindarinnar. Á ásnum eru
10 járnhringar. Nema brúnir þeirra eins og þunnir kylir
út frá ásnum. í brúnir hringanna eru hnoðnegldir stál-
hnífar, 6 í hvern hring. Hnífarnir (7) eru 93 mm. breiðir,
7 mm. þykkir, og 200 mm. langir frá járnhringunum,
sem þeir eru festir í, og fram á odd. Hnífarnir eru tví-
eggjaðir. Eggjarnar eru báðar bogadregnar og mætast í
oddi. Er önnur eggin kúpt, en hin íbogin. Hnífarnir
eru því eins og randbeygðar lensur og er vinstri beygja
á þeim öllum, þegar horft er á herfið frá vinstri hlið.
Hnifarnir eru þannig festir á hringana og ásinn, að þeir
eru misstæðir, en þá ber ekki saman langs eftir ásnum.
Þvermál ásslns með hnifum er 56 cm., mælt á odda á
hnifunum, en lengdin frá ystu hnífum hægra megin til
ystu hnífa vinstra megin er 109 cm., og er það vinslu-
breidd herfisins. Bilið milli hnífakrossanna er V» af 109
cm., eða 121 mm., mælt milli eggja.
1) Tölurnai vísa til talnanna á myndinni.