Búnaðarrit - 01.01.1928, Side 228
222
BÚNAÐARRIT
hún aukist sem minst, það kemur sjer vel í þúf-
unum.
Tölurnar er sýna dráttarþunga Express-plóganna eru
mjög eftirtektarverðar. Annars vegar eru tveir pilógar,
eins og þeir koma frá verksmiðjunni, en hins vegar
tveir plógar, sem hafa verið lagaðir, svo þeir verði
grunnskreiðari. Báðir ólöguðu plógarnir sækja ákaft í
jörðina, en með því að legið sje á plógstýrunum af
töluverðu afli er hægt að forðast það að þeir risti dýpra
en tölurnar sýna. Afleiðingin af þessari þvingun verður
voðalegt erflði, bæði fyrir menn og hesta. Löguðu plóg-
arnir fara eðlilega 1 jörð og eru langtum ljettari fyrir
hestana, og um leið ljettari fyrir manninn. Það virðist
óeðlilegt að Express 9" lagaður, þarf ofurlítið meira
átak pr. dm* en Express 9", en það er vel hugsanlegt
þegar þess er gætt, að Express 9" lagaður, plægir lít-
inn streng, en hinn mjög stóran streng. Kemur þar hið
sama fram eins og með K. L. 21, og fyr var nefnt.
Express-plógarnir sýna best hversu afar mikils virði
það er, að plógarnir fari vel og eðlilega i jörð, svo ekki
þurfi að þvinga þá upp nje niður, og hvaða böðulsvinna
það er að nota plóga, sem láta illa að stjórn.
Auk Akureyrar-plógsins eru það ekki nema tveir af
plógunum í töflu IV, sem geta talist ljettir og hæfilegir
tveggja hesta plógar, það er Express 8'' lagaður, og
K. L. 21. — Hinir eru allir frekar við þriggja hesta
hæfi, þó skortir á að beislið á Express 9" sje nógu breitt
fyrir 3 hesta. Þriggja hesta plógarnir eru allir vel traust-
ir, en tveggja hesta plógarnir eru eðlilega veigaminni.
Enda er ekki hægt að samrýma það, að plógarnir sjeu
litiir og ljettir, og að þeir sjeu vel traustir. Tveggja
hesta plógarnir eru eigi að síður sæmilega traustir,
nægilega traustir fyrir 2 hesta.