Búnaðarrit - 01.01.1928, Blaðsíða 246
240
BÚNAÐARRIT
þjáir ær frá seinni hluta janúar og stundum fram í
mars. Sjeu mikil brögð að þessu, þá missa ærnar kvíð
og snöggleggja af. Þó tekur út yfir þegar menn gera sig
seka í þeirri fávisku og skeytingarleysi, að beita ám,
sem svona eru á sig komnar. Slíkt má ekki eiga sjer
stað, heldur verður að gera alt sem unt er, til að koma
í veg fyrir þetta og lækna þær skepnur sem sjúkar eru.
Jeg hefi allmikið hugsað um þetta atriði, og reynt að
ráða bót á því, en það er ekki auðgert. Sj-lfsagðasta
ráðið er þó fyrst og fremst það, að reyna að fóðra vel,
beita vægilega heilbrigðu ánum og forða þeim frá hrak-
ferðum; gefa holt og kjarngott fóður, og ef þess er
kostur, þá er dalítil töðugjöf góð, og snemmslegin og
kjarngóð mýra- og valilendishey. Sum flæðiengjahey,
sem í er flóðmóða,1) sömuleiðis hey úr forarflóum, með
rauðaleir, eru skaðleg undir þessum kringumstæðum.
Slík hey eru svo óholl meltingarfærnm skepn-
anna, að það, út af fyrir sig, getur valdið hlessing og
skitupest, þó ekki liggi annað til grundvallar, einkum
sjeu þau gefin í innistöðu. En tiðasta aðal-orsök þess-
arar sýki er: ormar í iðrum skepnanna. Ljósgulir þráð-
laga smáormar, venjulega 1 — l1/2 Þuml. á lengd. Þessi
smákvikindi gera okkur bændunum árlega skaða, sem
nemur tugum þúsunda króna. Skitupest að vorinu, sem
er þó mun verri viðfangs, stafar einnig í flestum tilfell-
um af þessum ormum. Það eru áraskifti að hlessing og
skitupest. Eítir köld votviðra sumur ber meira á þessu,
hey þá líka ver verkuð og ljettari, og hættara við van-
fóðrun. — Þegar keyrt hefir um þverbak með skitu-
pestina, þá hafa margir gvipið til þess eðlilega ráðs, að
leita til dýralæknanna. Þeir hafa að vísu gefið ýms ráð,
en engin þeirra, svo mjer sje kunnugl um, hafa komið
að veruiegu liði, umfram þau ráð og meðui,
sem ýmsir alþýðumenn höfðu fundið á undan þeim.
1) „Jöklamjelið“ aem Sigurður búnaðarmálaBtjóri heldur svo
mikið af.