Búnaðarrit - 01.01.1928, Síða 253
BÚNAÐARRIT
247
sem að framan eru taldir, eiga sjer meira og minna stað,
þó heiðarlegar undantekningar megi finna, sem betur fer.
Það er fylsta sannfæring mín, bygð á töluverðri reynslu
og eftiitekt, að vöntun á góðri vorhirðingu
sje eitt stærsta átumeinið í fjárrækt okkar, og
standi henni mest fyrir þrifum, og það árlega afurða-
tap, sem af þessu leiðir, veiður ekki tölum talið. En
þetta verður sem allra fyrst að breytast til batnaðar.
Þegar líður að sauðburðinum, fara börnin að hlakka
t.il að sjá litlu lömbin, sjá þau hoppa og leika sjer;
en það er nú að verða tíska, að þegar börniu þroskast,
þá hverfa þau með köldu blóði frá vorskrúði sveitalífs-
ins og lamba og folaldahoppinu, en flýja með fagnandi
hjarta í hænsnagargið á kaupstaða-mölinni.
Sauðburður byijar nú nokkuð mismunandi snemma
að vorinu. Jeg hallast að því, að láta ær bera frekar
snemma, ef treysta er til að koma öllu vel fram óskemdu
og korkulausu; en þarna verða menn nú að haga sjer
eítir efnum og ástæðum. Jeg læt aldrei byrja að bera
síðar en 31 /2 — 4 vikur af sumri; er þó naumast hægt
að álíta að jeg hafi betri ástæður til þess að gefa lamb-
am að vorinu en margir þeir, sem síðar láta bera, því
ekki bý jeg á heyskaparjöið. Jeg þykist þó græða á
þessu. Fleira og færra af ánum bera alloft við hús og
heygjöf. Þær heytuggur þykist jeg fá vel borgaðar í
þeirri mynd, hvað snemmbornar ær verða feitari að
haustinu og þola betur beit næsta vetur. Dilkarnir verða
oftast vænni. Snemmborin lömb eru betri í fóðri og
óviðkvæmari en síðborin, þola betur beit og eyða minna
fóðri næsta vetur. Eftir því sem ærin byrjar fyr að
mjólka, eftir því geldist hún fyr, og það er hentugt,
þá leggja iömbin sig betur eftir grasinu seinni hluta
sumars og að haustinu, stækka því meira, en ærnar
safna meiri holdum.
Vorið 1914 báru næstum allar ær mínar inni, þá var
lengi vel svo vond tíð, að ómögulegt var að beita þeim