Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 280
274
BÚNAÐARRIT
en torfiö falliö inn frá báöum veggjum. Þar var alt opiö,
og hafði norðangusturinn greiðan gang eftir endilangri
tóftinni og fram í húsin. Hvergi sá jeg hreint gólf í
geilum og smugum, fyrir niðurtroðnum heyslæðingi.
Jeg gekk fram í sama húsið aftur, Árni var að enda
við að láta inn gemlingana; þeir voru í morbrynjum,
framfaralausir og písaralegir. Jeg greip á tveimur, þeir
voru holdþunnir, ekki horaðir; sumar gimbrarnar báru
þess ]jós einkenni, að þær hefðu komist í óþarflega náin
kynni við spilbúana. Árni sagði við mig: „Þjer hefir
liklega gefist á að lita í húsinu því arna, þar sem hel-
vítis hænsnin hafa umrótað öllu fyrir mjer“. — Jeg
sagði svona, hálf utan við mig, af öllu því, sem fyrir
augun haíði borið, að sumir mundu nú kanske ekki
gera hærri kröfur til þrifnaðar og góðrar umgengni, en
ekkert nostur gæti jeg þó kallað þetta. — Pall hló, en
Árni glotti gremjulega. Við gengum út úr húsinu. Árni
varð að beita kröftum til að koma aftur hurðinni.
„Ædarðu ekki að gefa?“ spurði jeg Árna. — „Fjanda
korni, ekki í þetta sinn; jeg má heldur ekki vera að
þvi, Fólkið biður eftir mjer“. — „Þú getur líklega ekki
verið svo vænn, að skreppa með mjer út fyrir hraunið?
Jeg hefði gaman af að tala ofurlítið við þ'g“, sagði jeg
við Árna. — „Hraunið, ja — það . . . .“ — í því kom
kvenmaður þjótandi út íyrir bæinn og stefndi upp til
húsanna; hún veifaði hvítum klút, og þegar hún nálgað-
ist sást að tóbaksreykur stóð af vitum hennar. Þetta
var Lovisa, og hafði hún auðsjáanlega náð í cigarett-
urnar hjá Erlendi; hún kallaði: „Árni! Árni! Ertu oið-
inn vitlaus, að fara ekki að koma? Ertu virkilega að
taka rollurnar til sakramentis? Jeg held þú ættir að láta
það bíða, þar til betur stendur á“. Hún hjelt áfram:
„Ef þú kernur ekki strax, þá förum við á undan þjer.
Það er þó, skaltu vita, skammarlegt, þar sem þú ert þó
ballstjórinn, og foringi faraiinnar". — „Jeg kem, við
komum“, kallaði Árni. „Jeg á eftir að láta inn hrossin,