Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 287
BtfNAÐARRIT
281
hamingjan ab þetta tek jeg nærri mjer; en hvað skal
til bragðs taka? Er ekki Páll frá Fellsenda, bóndi á
Húsatóptum, nú oddviti sveitarinnar". — Jeg sagði hon-
um að svo mundi vera. — „Mjer dettur nú í hug“,
hjelt Árni áfram, „að biðja þig að skrifa þessa beiðni
fyrir mig, og koma henni til Páls, þegar þú kemur
norður". — Jeg kvaðst ekki geta neitað honum um
þessa bón. „Jeg þarf líka að hitta Pál í vor“, mælti jeg.
— BÞá ætla jeg líka að biðja þig að segja Páli“, mælti
Árni, „að jafnvel þó þeir vildu gera góðverk á mjer og
taka eitthvað af börnunum, eða bjóða okkur norður, þá
mundi það þýðingarlaust að svo komnu. Það má herða
eitthvað meira að Lovísu, svo hún geti þýðst það“. —
Við Árni gengum þar inn í hús eitt skamt frá. Þar fjekk
Árni skriffóng. Jeg skrifaði beiðnina fyrir hann, og stakk
henni í veskið mitt. Við gengum út á götuna. Þar
kvaddi jeg Árna! „Skinnið Árni, svona er það komið",
hugsaði jeg, um leið og jeg gekk frá honum. „Hörð eru
syndagjöldin".
* *
*
Það var snemma í júni, þetta sama vor og jeg hafði
hitt Árna, frá Holti, í Reykjavík. Jeg var snemma
morguns á ferð upp með ánni, sem fellur eftir endi-
langri N.-sveit. Jeg var á leiðinni til að hitta Pal frá
Fellsenda. Hann var nú búinn að byggja sjer bæ á
gömlu beitarhúsa-rústunum, og kallaði hann að Húsa-
tóptum. Pað voraði vel. Skepnurnar voru farnar að bíta
græna grasið. Það var óvenju hlýtt í veðrinu þennan
morgun; vorfuglasöngurinn fylti loftið með dýrðartónum
sínum, og blandaðist saman við strengjaspil árinnar, og
hjal litlu lækjanna, sem köstuðu sjer kátir og hoppandi
fram af klettabrúninni vestan megin árinnar. Jeg reið
kippkorn eftir ánni og fór liðugt, svo silfurglitrandi
vatnsperlurnar gengu langt upp fyrir höfuð á mjer. Jeg
var að kæla og baða skrokkinn á reiðskjótanum, honum