Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 297
BtJNAÐARRIT
291
4. Itöknu.
Bökun er það, að þurka dúninn við háan hita. Er
dúnn þá talinn fullbakaður, er fjöðurstafirnir molna og
hrökkva, en bogna ekki. Er það áþreifanlegt tákn þess,
að alt vatn eða raki sje úr dúninum. Annars eru dá-
lítið skiftar skoðanir um bökun. Pað er áreiðanlegt', að
miklu betur og fljótar gengur úr bökuðum dún en
óbökuðum. Sumir telja það eingöngu vegna þess, að
molþur molna stráin, sem í dúninum eru, og ganga
þannig miklu fyr og betur úr. En aðrir telja aðalorsök-
ina þá, að við hitunina missi dúnninn dálítið af „íhalds-
magni" sínu í bráðina. Sleppi hann því öllum óhroða,
fisum og fjöðrum o. s. frv., miklu fyr en ella.
Venjulega byrjar hreinsun dúnsins á bökun. Þó má
eins telja að hreinsunin byrji á broti, þar sem það fer
á undan bökuninni, og skiftir ekki máli hvort gert er.
Sumstaðar er þó dúnninn alls ekki bakaður, heldur
hreinsaður sólþur — kaldhreinsaður. Er það gert í
nokkrum hluta Strandasýslu og sennilega þess utan
á nokkrum heimilum um land alt, að minsta kosti
sum ár.
Margar eru aðferðir við bökun. Almennast er að þurka
yfir hægum eldi. Sumir nota pott með steinum eða
grind í botninum. Er dúnninn látinn í pottinn og honum
snúið í sífellu. Fer stærð viskarinnar eftir stærð pottsins.
Sumir þurka á cementsplötu, sem kynt er undir í 2 eld-
hólfum, eins og í venjulegum eldavjelum. Enn aðrir
þurka á trjegrind eða járnplötu, sem höfð er ofan á
venjulegri eldavjel. Er þá ca. 2 þuml. bil á milli elda-
vjelarinnar og grindarinnar eða plötunnar. Sumstaðar er
dúnninn settur heitur í tunnur og látinn kólna þar.
Telja þeir, sem það gera, að dúnninn jafni sig við það
furðanlega.
Grænlenska dúnhreinsunin þurkar við heitan loft-
straum (70—80° að því er þeir sjálfir segja), sem blásið