Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 320
314
BÚNAÐARRIT
bruget“ (Heiðabýlið). Tilgangur þess er, að brjóta heið-
arnar til akuryrkju, hvarvetna þar sem skilyrði leyfa.
Starfsfje fjelagsins er gjald fjelagsmanna, styrkur úr
ríkissjóði og frá öðrum stofnunum. Fjelag þetta varð
brátt fjölment, 1912 taldi það á 6. þúsund meðlimi.
Stjórnin og ríkisþingið tóku vel fjárbeiðni fjelagsins, og
1911 nam styrkur úr ríkissjóði 115 þús. kr. til þessa
unga fjelags. Fjelagið vinnur að stofnun nýbýla, bæði
fyrir eigin reikning og með því að styrkja einstaka
menn. Starfsemi þessara tveggja fjelaga er í heildinni
orðin árangursmikil, enda mikið fje framlagt, bæði af
einstökum mönnum og þjóðfjelagsheildinni. Nýbýli hafa
verið reist, svo mörgum hundruðum skiftir, og skógur
.ræktaður á ca. 25 □ mílum.
Hjer á landi hefir aldrei verið önnur eins bænda-
ánauð og átti sjer stað í Danmörku, nema lítillega í
grend við hirðstjórasetrið Bessastaði á Álftanesi. Um
það leyti sem bændaánauðinni ljetti af í Danmörku,
sem var til fulls 1. jan. 1800, og bændabýlunum var
skift út úr aðals-eignunum, var þar húsmenskustjett,
allfjölmenn (í lok 17. aldar talin um 19 þús.). Þeir áttu
húsin, sem þeir bjuggu í, e'n ekkert land; voru margir
þeirra iðnaðarmenn og áttu fáeinar skepnur, er þeir
höfðu rjett til að láta ganga í óskiftum beitilöndum
aðals-eignanna og bændabýlanna. En þegar beitilöndun-
um var skift til sjereignar, töpuðu húsmennirnir beitar-
rjettindunum. Til endurgjalds fyrir þennan rjettinda-
missir var með tilskipun 178.1 ákveðið, að hver hús-
maður skyldi fá til eignar og afnota 3 — 4 tunnur1) af
meðallandi. Þetta voru jarðeigendnr í smáum stíl. En
um þetta leyti fjölgaði húsmannsstjettin gífurlega, og
bar margt til þess. Tilskipun frá 1791, er bauð lands-
1) 1 tunna lands er sama sem tæp engjadagslátta.