Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 331
BÚNAÐARRIT
325
tímar þyrftu að koma, að þjóðfjelag okkar gæti lagt
fram jafn mikla hjálp.
Það er ómaklegt, að átelja fólkið fyrir að flýja sveit-
irnar, en búa þannig að því, að það geti þar ekki fleira
verið. Því vitanlega fer margt af þessu fólki sárnauðugt
frá sínum bernsku- og æskustöðvum, og einungis vegna
þess, að það getur ekki eignast þar heimili og bjarg-
ræðisveg, þó að svo að segja þrotlaust ræktaDlegt land
bíði óunnið 1 flestöllum sveitum. Geta ekki allir verið
sammála um, að ástæða sje til að gera eitthvað fyrir
þetta fólk, sem flæmist burtu; hjálpa því til að eignast
sjálfstætt heimili og bjargræðisveg, og efla um leið
sveitalífið og menninguna þar. Það er mjög aðkallandi,
að kveða niður ótrúna, sem ríkir nú á islensku lofts-
lagi, íslenskum jarðvegi og íslensku sveitalífl. Það er
minst sjeð af því, hvað jarðvegurinn og gróðrarskilyrðin
hjer geta í tje látið, þegar þekkingin, áræðið og fram-
kvæmdirnar koma til, og verkaskiftingin og framleiðslan
verður miðuð við hina ólíku kosti landsins.
Þjóðin ætti ekki að flýja sveitirnar svona ört, út á
hinn gráa sæ, og ímynda sjer að aldrei geti búið í
sveitunum nema þessir 6500 bændur, með sínu skyldu-
liði, eins og nú er. — Vissulega eru öll skilyrði til þess
að sú tala margfaldist. — í einangruninni heflr þjóðernis-
og framfara-metnaður okkar verið dottnandi. Við höfum
fylgst illa með í því, sem gerst heflr hjá frændum okkar
hinumegin við álinn. Fjarlægðin heflr haldið okkur of
lengi fákunnandi og svæft metnaðinn.