Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 340
334
BÚNAÐARRIT
4. gr.
Búnaðarfjelag íslands hefir á hendi umsjón með við-
haldi þeirra ræktunarfyrirtækja, sem styrkur eða lán
hefir verið veitt til úr sjóðum þeim eða stofnunum,
sem um getur i 2. og 3. gr. Ennfremur hefir það eftir-
lit með því, að verk þessi sjeu unnin á þann hátt, sem
í skilyrðum var haft, er lán eða styrkur var veitt, að
svo miklu leyti sem verkið er óframkvæmt eða eftirlit.
þetta eigi falið öðrum sjerstaklega.
5. gr.
Störf þau, sem Búnaðarfjelagi íslands eru ætluð í
lögum þessum, framkvæmir ýmist stjórn þess, fram-
kvæmdarstjóri eða ráðunautar, alt eftir því, sem lög
fjelagsins og reglur mæla fyrir.
6. gr.
Búnaðarfjelag íslands hefir heimild til, er því þykir þörf á,.
að velja sjer J trúnaðarmann í hreppi hverjum, til þess að hafa
fyrir fjelagsins hönd umsjón og eftirlit með ræktunarfyrirtækj-
um þeim, sem undir það falla í þeim hreppi. Fjelagið fær mönn-
um þessum ítarlegt erindisbrjef, en borgun fyrir starf sitt fá
þeir hjá hreppabúnaðarfjelögunum, en þar sem þau eru ekki til,
hjá þeim mönnum, er þeir vinna fyrir, eftir reglum, sem settar
verða í erindisbrjefinu. Ef ágreiningur verður um borgun þessa,.
sker Búuaðarfjelag íslands úr.
II. kafli.
Um túnrækt og garðyrkjn.
7. gr.
Atvinnumálaráðuneytið gefur út reglur, eftir tillögum''
Búnaðarfjelags- íslands, um hversu áburðarhús og safn-
þrær skuli gerð. Nú hefir sá, er gera lætur áburðarhús,.
eða safnþró, fylgt reglum þessum í öllu, og Búnaðar-