Búnaðarrit - 01.01.1928, Page 343
BÍTNAÐARRiT
337
16. gr.
Búnaðarfjelag íslands sjer um starfrækslu vjela þeirra,
sem keyptar eru samkvæmt 15. gr., og ákveður, að
fengnu samþykki atvinnumálaráðuneytisins, hvar unnið
skuli með þeim á ári hverju. Kostnaðinn af starfræksl-
unni greiða þeir, sem unnið er fyrir; en heimilt er þó,
ef vinnukaupandi óskar þess, og að áliti Búnaðarfjelags
íslands þarf þess með, að lána honum vinnukostnaðinn
að helmingi, gegn fullnægjandi tryggingu, og endurgreið-
ast lán þessi og ávaxtast eftir þeim reglum, sem nú
gilda um jarðræktarlán úr Ræktunarsjóði.
17. gr.
Ríkisveðbankinn hefir á hendi innheimtu lána þeirra,
er í 16. gr. getur, og skulu vextir og afborganir renna
í sjerstakan sjóð, er nefnist „Yjelasjóöur". Markmið
þessa sjóðs er að útvega og gera tilraunir með land-
búnaðarvjelar og starfrækja þær, ef þörf krefur.
Ef Ríkisveðbankinn verður eigi tekinn til starfa áður
en innheimta þarf vexti eða afborganir af lánum þess-
um, hefir Búnaðarfjelag íslands innheimtuna á hendi,
þar til bankinn tekur til starfa.
18. gr.
Með reglugerð, sem sett er eins og segir í 7. gr.,
skal kveða á um tryggingar fyrir lánum þeim, sem í
16. gr. getur, og annað, er þau snertir. Ennfremur skal
á sama hátt setja reglur um Vjelasjóðinn.
19. gr.
Andvirði og áfallinn rekstrarkostnaður þeirra tveggja
þúfnabana, sem þegar hafa verið keyptir af Búnaðarfje-
lagi íslands, greiðist úr Ræktunarsjóði, en það, sem
útistandandi er fyrir vinnu þeirra, rennur í Vjelasjóð og
er fyrsti vísir hans.
22