Hlín - 01.01.1919, Side 6
6
Hliri
2. Fundinum finst sjálfsagt, að einn dagur á ári hverju
sje ákveðinn fjársöfnunardagur til berkalhælis, og vill
biðja öll kvenfjelög og ungmennafjelög norðanlands að
styðja þetta mál. Helst leggur nefndin til, að 17. júní
verði valinn til þess, þar sem því verður við komið.
3. Fundurinn vottar berklahælisnefndinni þakklæti fyr-
ir starf sitt, óskar að hún starfi áfram í þarfir málsins og
felst á tillögu hennar um konu þá ('Soffíu Sigurjónsdótt-
ur), er hún hefur tilnefnt í stað Gunhildar Ryél.
Ennfremur var samþykt svohljóðandi tillaga:
Hjúkrunarfjelagið Hlíf á Akureyri skorar á öll kven-
fjelög á landinu að starfa að því af alhug, að hjúkrunar-
1 jelög myndist í hverri sveit.
IV. Berklarannsókn á nautgripurn.
Anna Kristjánsdóttir hafði framsögu í málinu. Hjelt
hún fast'við'sína fyrri hugmynd, að brýna nauðsyn bæri
til skjótra framkvæmda í málinu, og óskaði að konur
vildu beita sjer fyrir því. Málið síðan rætt og saniþykt
svohljóðandi tillaga:
Fundur S. N. K. æskir þess, að kvenfjelög þau, er vinna
að því að konia á berklarannsókn á nautgripum á næsta
ári, sendí stjórn S. N. K. skýrslu um árangurinn.
V. Ljósmceðramálið.
Stjórn S. N. K. lagði fram ávarp til Aljringis, er hún
hafði samið og sent ljósmæðrum í Norðlendingafjórð-
ungi til undirskrifta. Hafði það fengið góðar viðtökur.
Ennfremur skýrði lormaður S. N. K. frá því, að ljós-
mæður í Reykjavík hefðu sent út ávarp til ljósmæðra og
óskað að S .N. K. tæki sitt ávarp aftur. Urðu um inálið
fjörugar umræður, og áleit fundurinn, að ýms ákvæði í
tillögum S. N. K. hefðu verið ítarlegri og vildi ekki láta
þær niður falla. Samþykt að kjósa þriggja kvenna nefnd
til að undirbúa málið aftur til Alþingis. Þessar konur
hlutu kosningu: Kristbjörg Jónatansdóttir, Hólmfríður
Pjetursdóttir, Herdís Tryggvadóttir.