Hlín - 01.01.1919, Síða 12

Hlín - 01.01.1919, Síða 12
12 Hlin en að gera tilfinnanlegan átroðning þeim fáu, sem hafa húsakynnum svo varið að geta hýst fundina * Ekki var frítt við, að umkvartanir heyrðust um einangr- un, og að rnenn þektu lítt nje kynnu til fjelagsskapar. Ljetu því í ljós ánægju sína yfir, að S. N. K. reyndi að bæta úr því með sendikonunni. Mjer fanst jeg ekki nógsamlega geta brýnt það fyrir ljelögunum, eldri sem yngri, að komast í samvinnu við önnur lík eða skyld fjelög innan sýslu. Annars einangr- ast þau tilfinnanlega og forgöngmönnunum er hætt við að trejnast upp, því erl'iðleikarnir á fjelagsskap í sveitum og deyfðin og áhugaleysið, sem því miður á sjer of víða stað, bugar þá. En kæmu þeir á fund með öðru áhuga- sömu fjelagsfólki, þó ekki væri nema einu sinni á ári, nytu þeir þar skilnings og samúðar, fyndu styrkinn sem það gefur að standa saman og starfa að sameiginlegu marki, lærðu starfsaðferðir hver af öðrum — og fjelögin gætu sameiginlega lyft þyngri byrðum en hvert einstakt fjelag út af fyrir sig getur gert. Á sýslusamböndunum byggist líka eiginlega norðlenski sambandsfjelagsskapurinn í lieild. Það gefur að skilja, að fátt eitt af einstökum fjelögum getur sent fulltrúa til sambandsfunda í öðrum sýslum. Það er þeim um megn. En standi það ekki í lífrænu sambandi við aðalfjelagið einangrast það og lylgist ekki með, og sambandið verð- ur því að litlu gagni. S. N. K. er lítill styrkur að þeirn fjelögum, sem aldrei geta sent rnenn til fundanna, ekki ræða fundarmálin og ekki senda neinar samþyktir nje tillögur til fund- anna. En kæmust sýslusambönd á, sem öl 1 fjelög væru í er á dagskrá sinni hafa þau íiiál, sem S. N. K. berst fyrir, þá horfði öðruvísi við. Þá kæmti að minsta kosti * Hugsanlegt væri líka, að fjelögin eignuðust tjald til tundahalda, x eins og konur á Fljótsdalshjeraði eiga. Mætti hafa það úr ullar- dúk, eins og tíðkaðist hjer áður, því nú er tjalddúkur dýr.

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.