Hlín - 01.01.1919, Page 16

Hlín - 01.01.1919, Page 16
16 Hlíii Heilbrigðismál. L j óslækningar. Sú var tíð'in, að menn tilbá:ðu sólina og dýrkuðu, því Jiað var lýðum ljóst, að hún viðhjelt öllu lífi á jörð- unni. Þessi sólardýrkun er skiljanlegri en flest önnur af- guðadýrkun. Frá alda öðli hafa menn tundið til hollust- unnar, sem leiðir af yl og birtu sólarinnar. Það er þó ekki langt síðan að náttúruvísindamenn fóru að rannsaka með nákvæmni lækningakraft sólarljóssins. Skal meðal Jjeirra telja fyrstan liinn víðfræga landa vorn, Niels R. Finsen. Finsen sýndi fyrstur, að hægt væri að lækna hörunds- lterkla þá, sem lúpus nefnast, með sólargeislum. Hann fann, að rauðir ljósgeislar væru áhrifaminstir, en bláleitir áhrifamestir. Með því að útiloka rauðu ljósgeislana, en safna hinum áhrifameiri geislum með safngleri og beina jDeirn á hið sjúka hörund, tókst honum að hreinsa lúpus- sárin og græða þau. Þessi lækningaraðferð Finsens hefur farið sigurför um heim allan. En hann gerði margar aðrar lækningatilraunir með ljósgeislunt. T. d. sýndi hann fram á, að bóluveiki verður vægari, ef breidd eru rauð tjöld fyrir gluggana, svo að aðeins rauðir Ijósgeislar komist inn. Með því er girt fyrir, að hinir álirifameiri bláu geislar nái aðgöngu, en fyrr það grefur síður i bólunum og myndast J>á engin bóluör, sem annars afskræma menn. Finsen reyndi ennfremur að lækna ýmsa sjúkdóma með sólböðum og rafljósaböðúm, en hann dó, áður en liann kæmist að fullri niðurstöðu um árangurinn. F.n eftir dauða Finsens tóku við lærisveinar hans danskir og ýmsir læknar í öðrum löndum. Meðal þessara lækna ber eink- um að nefna tvo, Bernhardt og Rollier. Þeim tókst að lækna margskonar berkla með sólböðum. Tilraunirnar i

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.