Hlín - 01.01.1919, Qupperneq 21
Hlín
21
toria og Linnæus. Victoria er með grænum og gildum
blaðleggjum ,verður stórvaxin og er harðger. Á Linnæus
eru rnargir leggir gegnrauðir, en mjóir og kraftlitlir;
plantan vex hægt og þroskast seint. Gefur hún alt að
því helmingi minni uppskeru en Victoria, og er mikið
við kvæmari og torræktaðfi. Frostaveturinn 1917—18 mun
Linnæus víðast hafa dáið á Norðurlandi. Á mörgum
Victoria-plöntum sá jeg að vísu frostsár á rótinni eltir
þann vetur, en þær lifðu þó af. Linnæus telja rnargir
fínni og bragðbetri en Victoria, en aðalmunurinn mun
þó vera sá, að Linnæus er litfegurri.
Rabarbaraplöntunni er fjölgað bæði með því að skifta
rótinni eða jarðstönglinum, sem er gildur mjög, og með
sáningu. Skiftiaðferðin er algengust. Skiftingin er helst
gerð á vorin. Gamla rótin, sem skifta á, er stungin var-
lega upp og klolin sundur með vel beittri skóflu; ef
skóflan bítur illa, er hætt við að rótin merjist, og getur
þá komið í hana rotnun, sem veldur óþrifum eða jafn-
vel dauða. Það fer eftir því, hve stór rótin er, í hve
marga parta henni er skift. Gömlum rótum má skifta í
marga pai'ta, en þó verður þess að gæta, að liver partur
hafi að minsta kosti einn blaðknapp, og vitanlega verð-
ur hver planta þeim mun kraftminni, sem rótinni er
meira skift.
Jarðvegurinn fyri rabarbara verður að vera djúpstung-
inn og vel unninn, feitur og frjór, ekki súr eða blautur.
Rótarpörtunum er svo plantað í raðir með 1 m. millibili
(sania bil milli plantnanna í röðunum). Plöntuholan verð-
ur að vera hjer um bil jafndjúp og rótin er há. Blað-
knappurinn skal aðeins standa upp úr moldinni. Þess
skal gætt, að þrýsta moldinni vel að rótinni, þegar plant-
að er, og vökva vel um leið, eigi minna en 5 lítra hjá
hverri plöntu. Þegar vatnið er sigið niður er holan fylt
með mold.
Fyrsta sumarið verður að vökva rabarbarann iðulega í
þurkatið og gefa honum áburðarvatn tvisvar í viku. 111-