Hlín - 01.01.1919, Síða 23

Hlín - 01.01.1919, Síða 23
Hlin 23 að gera það varlega, svo plantan líði sem minst við það. Reglan er að kippa upp leggjunum, en skera ekki. Stærstu og best þroskuðu leggirnir eru teknir, en best er að taka ekki mjög mikið í einu af hverri rót, gera það heldur oftar, en ætíð skal þess gætt, að skilja eigi minna eftir en einn þroskaðan stilk hjá hverjum óútsprungnum blað- knapp. Þegar búið er að taka upp stilkana, er blaðkan skorin af, þó á þann hátt, að þrjú stærstu blaðrifin eru látin fylgja stiiknum. Blaðrifin eru eins á bragðið og jafngóð og stilkarnir, og læt jeg þessa getið vegna þess, að jeg marga stýfa J:>au af og telja þau óæt. Það fer eftir Jrví, hve kraftmikil plantan er, ltvað snemma byrjað er að taka af rabarbaranum. Vanalegast mun það Joó vera gert síðast í júní. Rjettast er að skera rabarbarann eigi lengur en til ágústloka. Láta plöntuna eltir þann tíma vaxa í friði og magnast að lífsorku, og verður luin þá fyr til næsta vor og vex fljótar. A haustin, Jregar blöðin eru visnuð, er plaritan Jjakin með áburði; best er ný kúamykja. Blöðunum visnu er skarað saman ofan á rótina og mykjunni svo drepið vel og rækilega yfir. Gott er að kasta þunnu lagi af mold yfir mykjuna. Á vorin, Jregar hlýna fer í veðri, er rjettast að skara mykjulagið lítið eitt frá; knapparnir ná þá fljótara upp i birtuna. Þegar moldin er mátulega þur til vinslu, er áburðinum jafnað yfir alt beðið, stungið kringum hverja plöntu og rakað jafnóðum til; svo byrjar vaxtartíminn og efthiitið að sumrinu er sem fyr segir frá. Þó minni nákvæmni þurfi eftir því sent plantan verður eldri og Jnoskaðri, Joá eru aðalatriðin við ræktunina Jrau sömu. Rótinni má skifta 5. hvert ár eða jafnvel oftar. — Góð uppskera af einni plöntu er talin að vera 30—40 leggir. — Rabarbaraleggir eru tilreiddir og notaðir á margan hátt; um það má fræðast af matreiðslubókum. Aðalókost- ur rabarbaraplöntunnar er það, hve mikið er í henni af sýrum ('oxalsýru og eplasýru). Getur*hún því ekki talist

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.