Hlín - 01.01.1919, Síða 29
Illin
29
Handavinnukensla í barnakólum.
Þess ætti ekki að vera langt að bíða, að handavinnan
verði tekin upp meðal skyldunámsgreinanna í barnaskól-
um laridsins. Svo ákveðið eru menn nú farnir að óska
eftir þeirri fræðslu í skölunum, að eflaust verður tekið
tillit til þess, þegar fræðslulögunum verður breytt á næstu
árum.
Þessar ástæður má. færa fyrir rjettmæti námsgreinar-
innar :Hún æfir jafnframt Intg og hönd nemandans, vek-
ur eftirtekt hans og umhugsun á verklegum störfum.*
Hann lærir undirstöðuatriðin við þessi einföldu störf rjett
og vel, en misbrestur er víða á, að börn læri aðferðir við
algengustu inniverk á heimilinu, auk lieldur að þau fái
leikni í þeim.
Hún laðar barnið að skólanum, því öll börn, nær und-
antekningarlaust, unna handavinnunni.** Hún heldur
þeim frá götusollinum og festir ]:>au við heimilið, því öll-
um börnum er ætluð nokkur heimavinna. Námið verður
ekki eins einhliða, því bóklegt og verklegt nám skiftist á,
ogmargir, sem lítiðeru fyrir bókina, fá þarna nokkuð fyr-
ir sína hæfileika og taka því handavinnunni fegins hendi,
enda eru þessir oft bestu nemendurnir. Hún þroskar
smekk barnsins og fegurðartilfinningu, venur það á vand-
virkni, Iireinlæti og nýtni, og síðast en ekki síst eru
verklegu störfin, með því að vera tekin inn í skólana,
liafin í hærra veldi í meðvitund barnsins, er þau ekki
* Jeg lief sjeð (lrengi, sem lært hafa bursta- og körfugerð í skólan-
um, skoða útlendar kiirfur og bursta mjög gaumgæfiléga, Iiæla
því, sem vel var gert, en finna að því, sem var ljótt eða ósmekk-
lcgt.
** Oft varð þeim að orði, er hriiigt var út úr handavinnukenslu-
stundunúm: „Það er ómögulegt, að tímarnir sjeu liðnir." ,,Æ,
jeg vildi að tíminn væri nú að byrja!“ „Það ætti að vera lianda-
vinna á hverjum degi,“ o. s. frv. Sumir ganga jafnvel svo langt
að segja, að ekkert annað ætti að kenna í skólum!