Hlín - 01.01.1919, Page 30
30
Hlin
eru sett skör lægra en bóklegu nánrsgreinarnar, heldur
jafnfætis.*
Kenslan verður einungis að fylgja fastri fyrirfram
ákveðinni stefnu ('plani); vissir hlutir að vera gerðir í
hverri deild, og allir að gera sömu hlutina, ella verður
kenslan of margbrotin og ekki iiægt að koma lagi á hana,
þar sem 10—20 nemendur eru í deild. (Duglegustu nem-
endurnir fá að gera nokkra aukahluti.) Hlutirnir, sem
gerðir eru, þurfa að vera nothæfir fyrir daglega lífið.
Af því svo margir hafa orðið til að spyrjast fyrir urn
handavinnukensiu við barnaskóla Akureyrar, sem einna
fyrstur tók upp þá kenslu hjer á landi, skal jeg leyfa mjer
að lýsa fyrirkomulaginu nokkuð.
Deildirnar skiftast í handavinnu, drengir sjer, stúlku.r
sjer, nema neðsta deild; þar læra drengir líka að prjóna
og sauma (mislit javapjatla); börnin eru þar jafnan inn-
an við 20. Hver deild nýtur kenslu einu sinni í viku, 2
stundir í senn, þó liafa efstu deildir stundum fengið 4
stunda kenslu á viku, en komast má af með 2 stundir.
Miðbikið ur deginum er notað, bæði vegna dagsbirt-
unnar og til þess að barnið njóti þessarar hvíldar í miðj-
um skólatímanum. ('Leikfimi og dráttlist hina dagana.)
Handavinnuefni drengja, sem mestalt er útlent ,hef jeg
keypt inn á sumrin. Drengir hafa greitt 1—2 kr. fyrir-
fram á haustin fyrir það og liitt á vorin. Stúlkur leggja
sjer sjálfar til verkefnið að mestu, þó kennarinn Iiafi hönd
í bagga með, að fáanlegt sje gott efni og bendi nemend-
um á það.
Skólinn leggur til áhöld til handavinnunnar. Drengj-
um: hamra, sagir, nagla, hnífa o. fl., og stúlkum: sauma-
vjel, mælibönd, skæri, bandprjóna o. s. frv.
Saumavjel var notuð í 2 efstu deildunum.
* Svo er og um kensluna í hússtörfum, sem einnig þarf að kom-
ast inn í skólana, er stundir líða. Þeiin 2—3 stundum, sem til
hverrar þessarar námsgreinar ganga á viku, er ekki illa varið,
Það munu þeir sanna, sem reyna.