Hlín - 01.01.1919, Síða 36

Hlín - 01.01.1919, Síða 36
3G Hlin Uppeldi og mentamál. Áhugamál kvenna. Flestar konur eiga einhver áhugamál, þó þær láti þau lítið í ljósi í ræðum og ritum. Að þær cru svo þögular og ófúsar á að láta skoðanir sínar koma opinberlega fram, stafar að miklu leyti af eldgömlum venjum. Það var ekki siður að leita álits kvenna um opinber mál. Verksvið þeirra var ekki talið ná lengra en að innanhús- störfunum. Að vera mæður, matseljur og þjónustur karl- mannanna var þeirra hlutverk. Það þótti jafnvel ekki kon- um sæmandi að hafa afskifti af því, sem laut að öðru. Konurnar gerðu því um langt skeið ekki kröfur til að hafa hönd í bagga um málefni sín. En nú eru miklar breytingar orðnar á í þessu efni. Konurnar eru að vakna og hrista af sjer gamlar venjur. Sjónarhringur þeirra er að stækka, og þær hafa fengið í liendur vopn til þess að berjast fyrir áhugamálum sínum. En það er eðlilegt, að fyrst unt sinn verði konur hikandi að beita vopnun- um jafnhliða karlmönnunum. Þær óttast, að þær skorti þrek og kunnáttu á við þá, sem hafa um svo langan aldur æfst og þroskast við það að vinna að margskonar andlegum störfum. Konurnar verða að sajtta sig við, þótt ekki sjeu þær í byrjurí jafnokar karlmannanna í mælsku eða ritsnilli. Ef þær berjast fyrir góðum og göfugum niál- efnum með drengskap og festu, getur þeim áreiðanlega orðið talsvert ágengt. Jeg hef oft hugsað um, hve skemtilegt og fróðlegt það væri, að vita um áhugamál sem flestra landsins kvenna. Því miður erum við altof fáfróðar um skoðanir og vilja livor annarar; eigum því erfitt með að sameina okkur um að lirinda málum okkar áfram. Jeg ætla nú, heiðruðu konur, með nokkrum orðum að skýra ykkur frá,

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.