Hlín - 01.01.1919, Page 40

Hlín - 01.01.1919, Page 40
40 Hlin Jeg er sannfærð um, að slík námsskeið yrðu sótt og að Jrau gætu gert mikið gagn. Ekki býst jeg við, að sjá undir eins stórkostlegar breyt- ingar til bóta á barnauppeldi yfirleitt, þótt uppeldis- l'ræðsla yrði aukin. Reynslan hefur sýnt, að flestar fram- farir eru seinvirkar, þótt á vandaminni sviðum sje. Það er von mín, að sem flestar konur vildu íhuga jretta mál rækilega og ræða og rita um það, ef ske kynni, að hægt væri að afla því fylgis. Mjer fyndist t. d. nauðsyn- legt, að snúa sjer beint til löggjafanna íslensku með þetta má1!, fá þá til Jress að fylgja því af alhug og bera Jrað fram til sigurs. Aðalheiður R. Jónsdóttir, Hrísum í Víðiclal. Utanferðir íslenkra kvenna. Flestir kannast við útþrána, löngunina eftir að sjá sig um í heiminum og kanna ókunnuga stigu. „Út vil jeg, út vil jeg undra-langt, upp yíir fjöllin háu. Hjer er svo þreytandi, þröngt og strangt og J>ví brýst hugurinn ungi langt," — segir Björnstjerne Björnson í hinu nafnkunna kvæði síint um útþrána, — sem á sjer bergmál í hjörtum margra. Það er ekki rjett af foreldrum, vinum eða vandamönn- um, að „hefta útþrána“ hjá unglingunum. Þeir eiga þvert á móti að leitast við að beina útþránni í rjetta stefnu, reyna að fylgjast með í framtíðardraumum unglinganna og ráða þeim heilt. Úrþánni fylgir oftast löngun til Jress að reyna kraltana, löngun til Jress að gera eitthvert gagn. Jeg minnist J^ess frá bernskuárum mínum, liversu út- jrráin gagntók mig og gerði mig þunglynda og dapra í huga, Jregar jeg sá farfuglana fljúga burtu á haustin.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.