Hlín - 01.01.1919, Side 55

Hlín - 01.01.1919, Side 55
Hlin 55 sem mestu varðar í heiminum. Því undir því fyrra er líf og lieilsa manna komin, en undir því síðara framfarir heimsins, og það er meira virði en líkamlega lífið. Það er næstum því ótrúlegt, að menn skuli gera sig ánægða með, að þetta tvent standi á lægsta stigi allra verka, sent unnin eru í þarfir þjóðfjelagsins. Hafa menn athugað, hvaða eyðslusemi er í því fólgin, að hafa svona mörg smáheimili, livert með sinni elda- mensku t. d.? Það er þá fyrst, húsleiga fyrir tuttúgu eldhús, Jrar sem eitt gæti nægt. Búr og J^vottaliús, geymsla og vinnukonuíbúð — alt þetta mætti strika út af liúsaleigureik-ningnum, ef vinnan færi fram á Jrár til gerðum lientugum stað. Svo eru öll þessi eldstæði, pott- ar, pönnur og ílát, sem kostuðu tiltölnlega minna, ef strax í byrjun væru keypt áhöld í eitt eldhús, í staðinn fyrir tuttugu. ög Jregar duglegir, útlærðir sjerfræðingar fengjust við matreiðsluna, mundi ekki eins mikið af áhöldum eyðileggjast og brotna eins og nú á sjer stað. Þá er eldiviðareyðslan í þessum nítján óþörfu eldhúsum og maturinn, sem fer lil spillis. Að kaupa í smáskömt- um er ódrýgra en í stórskömtum; auk þess er meiri trygg- ing fyrir ósviknum vörum, þegar sjerfræðingar kaupa. Og leifarnar, sem valda samviskusömum húsmæðrum ósegjanlegum heilabrotum! Kæruleysi og vankunnátta á heimilunum eru enn ótalin, og mætti vankunnáttan standa sem sjerstakur liður á útgjaldalistanum, og hann ekki lítill. Til frekari skýringar má setja hjer upp einfalt reikn- ingsdæmi: 200 konur vinna G tíma á dag að matartil- búningi handa 5 manna fjölskyldu, J>. e. 1000 manns. Ef borgað er 75 au. um tímann, eru það 900 kr. á dag, eða 6,300 kr. á viku. Vinni konan sjálf að matartilbún- ingnum, fær hún reyndar ekki peningana, en ]>að er santa, vinnan er þess virði. Einn duglegur matsveinn getur hæglega matreitt handa 30 manns á G tímum, 3 ennþá hægar handa 100 manns.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.