Hlín - 01.01.1919, Page 68

Hlín - 01.01.1919, Page 68
68 Hlín lestri“, en fræðslu sína kvaðst hún hafa fengið frá Pale- stínu eða gamla Gyðingalandi. — í Lundúnum tók hún 1 sterlingspund — 18 kr. — fyrir að lesa í eina lófa, og hafði ekki við; svo var aðsóknin rnikil. En nú hafði Ját- varður samið við hana um ákveðið gjald gegn því, að hún dveldi í Edinborg á kostnað fjelagsins meðan á út- sölunni stæði og sýndi list sína fyrir hálfvirði, Jr. e. 10 shillings — 9 kr., — sem svo rynnu í sjóð fjelagsins. Heyrði jeg sagt, að ekkert hefði auðgað „basarinn" meira en tekjur þessarar kynlegu konu. Um þessar mundir var jeg að sauma hjá hefðarkonu einni þar í borginni, Evu Simpson barúnsdóttur; faðir liennar var Sir James Young Simpson, sá er fyrstur fann klóróform (f. 7. júní 1811, d. 6. maí 1870). Kvökl eitt kom hún upp til mín og sagði að Jrað væri kona niðri, sem langaði ákaflega til að kynnast mjer. Jeg spurði hver það væri. Hún kvað Jrað vera jungfrú Edith Griffeth, prófessor í lófalestri. Jeg kannaðist þegar við nafnið og spurði hvað í ósköpunum hún vildi mjer. Hún sagði, að hana langaði svo til að lesa í lófa mína. Jeg tók því mjög fálega. Kvaðst alls engan trúnað leggja á slíkt og aldrei ætla að láta spá fyrir mjer, og svo gæti jeg gert margt þarfara við shillings. Húsfreyja flutti málið af kappi; sagði að það ætti ekki að kosta neitt, og svo væri jungfrú Griffeth alveg sjerstök, og ætti ekkert skylt við hinar smærri svonefndu spákonur. Hún hefði lesið í lófa Játvarðar konungsefnis og annara stórmenna, og þeir stæðu undrandi yfir gáfu hennar, sem virtist yfir- náttúrleg. — Því til frekari sönnunar, hve samviskusöm jungfrú Griffeth væri, Jrá gerði luin sjer alt far um, að ná í alókunnugt fólk, sem enginn hefði getað frætt hana um, og lýsa svo lyndiseinkunum Jress eða ýmsu, sem fram við það hefði komið, til að vita, hvort sjer ekki skjöplaðist, en það væri ástæðan til Jress, að hún vildi kynnast, mjer. F.ndirinn varð sá, að við jungfrú Griffeth vorum kynt-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.