Hlín - 01.01.1920, Page 7
Hlin
7
starfinu áfram fram yfir hinn ákveðna þriggja ára tíma.
Fundurinn samþykti að skora á öll hjúkrunarfjelög á
Norðurlandi að styðja útgáfu bæklings, sem Stgr. Matt-
híasson hjeraðslæknir á Akureyri hefur í liyggju að gefa
út, og ætlast er til að verði Handbók fyrir hjúkrunarkon-
ur og Hjálp í viðlögum, styrkja útgáfuna annað livort
með beinum fjárframlögum, eða með því að takast á
hendur útsölu bókarinnar hver á sínu svæði sölulauna-
laust.
(C.). Fundurinn samþykti að fela stjórn S. N. lv. að
senda landlækni áskorun um að gangast fyrir að komið
verði sent allra fyrst upp hæli fyrir fábjána í landinu.* **
(D.) Berklarannsókn á nautgripum.
Fundinum barst brjef frá Önnu Kristjánsdóttur, Víði-
völluni, Fnjóskadal, Suður-Þingeyjarsýslu, um berkla-
rannsókn ;i nautgripum hjeraðsins. Brjefið er svohljóð-
andi:
„Allir hreppar sýslunnar munu þegar liafa sent mann
til Sigurðar dýralæknis á Akureyri til þess að læra að
gera berklarannsókn á nautgrip'um. Menn höfðu yfirleitt
mikinn hug á að koma því í framkvæmd á síðastliðnum
vetri, að láta rannsaka gripi sína, en vegna þess að með-
alið vantaði, gátu aðeins fjórir lneppar látið skoða í vet-
ur. Hiuir gera ráð fyrir að láta skoða í haust.## — Þeim
gripum, er reyndust sýktir af berklum, var lógað.
Það mega ekki aðrir ráðast í að rannsaka gripi en þeir,
sem vonast er eftir að sjeu sjálfir lausir við herkla."
Þessi tillaga var samþykt á fundinum:
Fundurinn skorar á öll fjelög í S. N. K. að gangast
fyrir því, að sendir verði sem fyrst menn til dýralæknisins
á Akureyri til þess að læra að gera berklarannsókn á
nautgripum, og sjeu síðan allir nautgripir hjeraðsins
rannsakaðir.
* Samkvæmt manntalsskýrslunum 1910 eru 86 fábjánar á íslandi,
þar af 38 innan við 20 ára aldur.
** Meðalið (luberkulin) fæst nú í Lyíjabúð Akureyrar.