Hlín - 01.01.1920, Page 13

Hlín - 01.01.1920, Page 13
Hlin 4» Að dlhlutun Ijelagsins og að nokkru leyti íneð styrk frá því, fór stúlka hjeðan að nema hjúkrunarfræði og er nú starfandi hjúkrunarkona hjer í þorpinu. Auk þessa hefur fjelagið á hverjum vetri liaft sam- komu fyrir börn í þorpinu. Iðnsýningu stóð fjelagið fyrir hjer árið 1914. Á tímabili átti fjelagið mjög örðugt uppdráttar og lá við sjálft, að það dytti alveg úr sögunni. Áliugi þeirra, sem fyrst komu fjelagsskapnum á fót, var dofnaður af margra ára baráttu við fátækt og aðra örðugleika, og hæfileikinn til að gera ljelagsskapinn aðlaðandi sljóvg- aður, svo að um tíma bættust engar konur við, og taldi þá fjelagið örfáa meðlimi, eða var aðeins nafnið tómt. En á síðustu stundu sáu konur þessa þórps, að við svo búið mátti ekki standa, og að þessi fjelagsskapur, er svo margt þarflegt hafði gert, mátti ekki detta úr sögunni. Tóku því nokkrar konur höndum saman og gengu í fjelagið og hvöttu aðrar konur til hins sama. Heill sje þeim! Við það komst nýr andi og líf í fjelagsskapinn, og hefur fjelagatalan árlega aukist síðan, og hefur fjelagið nú í ár 76 meðlimi. Fundi lieldur fjelagið einu sinni í mánuði frá 1. nóv. til maíloka, og á aðalfundum, sem haldnir eru í febrúar ár hvert, eru ýmsar skemtanir um hönd hafðar. Frá Kvenfjelagi Þistilfjarðar. Fjelagið var stofnað í desember 1915 og hjelt fyrsta aðalfund sinn i júní 1916. Mynduðu það rúmlega 20 konur og ungar stúlkur. Stofnendur fjelagsins voru lítið kunnugar starfsemi annara kvenfjelaga, en byrjuðu þó starf sitt á því sviði, sem kvenfjelögunum virðist eðli- legast að starfa á.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.