Hlín - 01.01.1920, Side 14

Hlín - 01.01.1920, Side 14
 ILlin 14 Hið fyrsta var tilraun með að hjálpa konu í sveitinni, sem lá í tæringu, en var afskekt og vantaði hjúkrun og heimilisvinnu. Henni útvegaði fjelagið stúlku í 10 daga og lrlynti eftir megni að varúð á heimilinu. Einni veikri, fátækri konu sendi ljelagið lítils háttar jólaglaðning, og tveimur konum í sveitinni hefur fje- lagið hjálpað um vinnu á þann Iiátt, að fjelagskonur haf'a saumað, prjónað og bætt þeim til hægðarauka. Námsskeið fyrir unglingsstúlkur Ital'ði fjelagið í hálf- an mánuð veturinn 1919, sömuleiðis veturinn 1920; til- sögn veitt aðallega í saumum. Vorið 1917 og 1920 stofnaði fjelagið til innansveitar- sýninga á heimaunnum munum. Kom aðallega til sýnis prjónles og útsaumur. Fjelagið á nú í sjóði um 200 krónur. Peninga hefur það aflað með tillögum fjelagskvenna, með skemtisam- komu, sem fjelagið stofnaði til, með bögglauppboði og með því, að fjelagskonur hafa unnið saman einn dag að heyvinnu og lagt ágóðann í fjelagssjóð. Síðastliðið sumar gekst fjelagið fyrir því, að unnin voru nokkur dagsverk (12—15) kauplaust hjá konu í sveitinni, er vantaði fyrirvinnu, sökum þess að maður hennar liefur nú legið á annað ár í berklaveiki. Garðyrkjumálið hefur fjelagið að vísu á stefnuskrá sinni, en hefur ekki, sökum ýmissa örðugleika þessi ár, enn getað framkvæmt neitt verulegt því til stuðnings. Fjelagskonur eru nú um 20. L. P.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.