Hlín - 01.01.1920, Síða 16
16
HÍin
ein koma hælinu aldrei upp, en þau eru jafn sjálfsögð
fyrir það, þó að ríkissjóður legði fram alla fúlguna til
byggingarinnar og fram yfir það; sjóðurinn gæti orðið
hælinu til ómetanlegs gagns, þegar farið væri að reka
það, og ætti að einhverju leyti að verða hjálparhella fá-
tækra sjúklinga.
Langmerkustu tíðindin af berklamálinu lijer norðan-
lands tel jeg þau, að nú er komin ljóslækningastofa í
sambandi við sjúkrahúsið á Akureyri. Þá miklu framför
má langmest þakka ötulleika og dugnaði Steingr. Matt-
híassonar hjeraðslæknis, sem eins í þessu sem öðru hef-
ur unnið dyggilega að berklamálinu. Snemma á árinu
var komið á raflýsingu í sjúkrahúsinu, og mn leið lagði
Samband norðlenskra kvenna fram fje það, sem safnast
liafði til fyrirhugaðrar ljóslækningastofu, til þess að hægt
væri sem fyrst að kaupa lampa og önnur áhöld til stof-
unnar. Ennfremur lögðu ýmsir einstakir menn Iram
töluvert fje til viðbótar því, sem konurnar gáfu. Ljós-
lækningarnar byrjuðu í aprílmánuði, og hingað til hafa
35 sjúklingar verið geislaðir; meiri hlutinn hefur fengið
góðan og bráðan bata, sumum batnað liægt, en yfirleitt
er óhæ'tt að segja, að árangurinn liafi verið eins góður
hjer eins og tíðkast annarstaðar. Vegna þess að jeg hefi
orðið var við, að margir lialda að geislar þeir, sem
komnir eru, sjeu Röntgens-geislar og að við þá megi
taka ljósmyndir o. s. frv., þá vil jeg taka það l'ram, að
svo er ekki, lieldur eru þetta svokallaðir kvikasiljur-kvars-
geislar, sem svo að segja eingöngu er notaðir til lækninga
á berklum utan lungna; á lungnaberkla hafa þeir enga
verulega verkun. En það er von á Röntgens-geislatækj-
um innan skamms.
Á öllum sviðum miðar berklamálinu áfram, og það er
varla von, að það taki nein stórstökk, þegar tekið er til-
lit til undirbúningskostnaðar, og ekki síst peningakrepp-
unnar, sem við eigum við að búa; og þó að alt gengi