Hlín - 01.01.1920, Qupperneq 18
18
Hlin
og líkamlegt tjón af slæmum húsakynnum. Sálarstyrk-
leiki konunnar er öllu frernur en mannsins bundinn við
heimilishamingjuna, en heimilishamingjunnar versti
fjandi eru slæm húsakynni.
Við eigum engar skýrslur enn hjer á landi, er sýna,
hver áhrif híbýlin hafa á heilsufar þjóðarinnar, andlegan
og líkamlegan vöxt hennar og viðgang. En úti í lönd-
unum, þar sem áhuginn er vaknaður fyrir jDessu máli,
Jrar er safnað skýrslum, sem hljóta að vekja eftirtekt hvers
hugsandi manns.#
Tökum fyrst börnin; Jrau eru veikbygð og ósjálfbjarga
frá náttúrunnar hendi, en á -þeim hvílir okkar framtíð
og lífsgleði. Hvert barn er þjóðinni dýrmæt gjöf, iivert
einasta barn dásamleg eign fyrir þjóðfélagið, sem Guð
fær því til vaxtar og viðhalds.
Hvernig Jrjóðirnar fara með þessa dýrmætu eign sína
sjest best af eftirfarandi töflu;
Barnadauði af
hverju 1000
Birmingham ............................... 111
Hartlepool ................................ 104
London ................................... 101
Hampstead, sveitabær við London............ 35
Bourneville, sveitabær við Birmingham ... 35
Letchworth, sveitabær við London............ 30
Þessu lík er niðurstaðan allstaðar þar, sem rannsakað
hefur verið.
Hver verður hjer harðast úti? Það eru mæðurnar, sem
hafa alið börnin við brjóst sín og hjörtu með gleði og
* Þegar enskar konur i fyrsta skifti tóku þátt í kosningunum sem
fullgildir borgarar haustið 1918, lögðu þær híbýlamálið hvar-
vetna til grundvallar. Mrs. Lloyd George, sem að því er sýnist
er skörungur eins og maður hennar, liafði að kjöryrði í kosn-
ingarleiðangri sínum: „Hver fjölskylda á að hafa hús út af fyrir
sig, og það gott hús." Margar enskar konur stunda nú bygginga-
fræði, Málið fer sigurför um landið, •