Hlín - 01.01.1920, Síða 20
20
Hlín
því ánægjunnar í götulífinu og í skemtununum, og sekk-
ur þar, því miður, margt til ltotns innan skamms. Lítum
yfir þessar tölur: íbúatala í húsi Óskilgetin börn
London 8 4
Stavanger 10 5
Bergen 1 (5 8
Þrándheimur 17 14
Berlín ■52 16
Kristjanía 36 17
París 36 20
Hvar verður okkar licifuðstaður í röðinni?
Karlmaðurinn, sem táldregur ungu stúlkuna, ber höf-
uðið hátt; hann heldur áfram vinnu sinni og skemtun-
um. Stúlkan situr eftir með þrautirnar og óvirðinguna.
Líf liennar er eyðilagt. Hjer um bil alls staðar og ævinlega
er henni sparkað út. Það er enn á ný sorgarsaga kon-
unnar; það er enn ein sönnun þess, að híbýlamálið á að
verða áhugamál allra kvenna.
Við skulum að síðustu athuga nokkuð dauðsföllin af
völdum tæringarinnar í sambandi við híbýlamálið.
Robert Koch, hinn frægi læknir, sem fann tæringar-
sóttkveikjuna, sagði í fyrirlestri, er hann hjelt stuttu fyrir
dauða sinn: „Eina vonin um að yfirvinna tæringuna eru
gagngerðar endurbætur á híbýlunum." Þar sem illa er
Jiýst, segja skýrslurnar, eru dauðsföllin af völdum tær-
ingarinnar miklum mun fleiri en þar sem bjart er, rúmt
og loftgott.
Við Akureyringar, sem búum við hin ystu höf, við
háfjallaloft og mikla sumarsól, við verðum einna verst
úti af öllum landsmönnum af völdum hvíta dauðans.
Ætli híbýli okkar eigi ekki einhvern þátt i því?
Frægur læknir hefur sagt: „Þegar jeg sje ungan mann
eða konu smituð af tæringu, geri jeg ósjálfrátt krossmark
fyrir mjer, því að jeg veit, að þetta ungmenni er saklaus