Hlín - 01.01.1920, Page 22

Hlín - 01.01.1920, Page 22
22 Hlin Væri ekki þörf á því fyrir okkur íslendinga, að fara að einhverju leyti að dæmi Norðmanna í þessu efni? Þrifnaði Islendinga er stórum ábótavant — til skaða og skammar landi og þjóð. Læknar vorir berjast góðri bar- áttu gegn þeim meinsemdum, sem þjá þjóð vora, og þær eru á seinni árum orðnar nokkuð margar, en þeir eiga við ýnisa örðugleika að etja: skort á sjúkraskýlum, skort á hjúkrunarliði, skort á skilningi almennings, auk margs annars. Væri ekki full þörf á að veita okkar nýtu læknastjett stnðning í viðleitni hennar að viðhalda heilsu þjóðarinnar. „Ekki eru allar sóttir Guði að kenna,“ segir gamalt máltæki. Margar stafa þær án efa af þekkingar- og kæruleysi. Það má t. d. telja vafalaust, að margar konur hjer á landi hafa á síðari árum spilt heilsu sinni og lífi með illum og ónógum klæðnaði; stafar það þó sjaldnar af fátækt en af íordild. Við búum í köldu landi og þurfum að liaga oss þar eftir um klæðnað, en það gengtir glæpi næst, hvernig almenningur gerir leik til þess með klæðabúnaði sínum að spilla heilsu sinni; valda þar um miklu hin útlendu, ónýtu og skjóllausu föt, sem fylgja seinni tfmunum. Nonska fjelagið getur ekki um klæðabúnað í áskorun sinni, enda klæðir þjóð- in sig yfirleitt mjög skjóllega, sem og er full þörf veður- lagsins vegna. Norðmenn kunna að hræðast innkulsið, er ósjaldan dregur dilk á eftir sjer, ekki síst hjer á landi. Eflaust mundi fjelagsskapur, svipaður fjelagsskap Norð- manna, koma að góðu gagi 1 i einnig hjer á landi, ef okkar bestu menn og konur beittust fyrir honurn. — En bestar og bjartastar framtíðarvonir sje jeg blasa við þessu mál- efni til handa, er jeg 1 ít yfir hina nýju stjett, sem er að rísa upp í landinu, h júkrunarkvennasveitina, sem liefur þegar sýnt, að hún vinnur hið þarfasta verk, einnig á umræddu sviði, en ga’ti unnið þar margfalt meira og betur, ef hún hlyti meiri og betri mentun — og bætt kjör að loknu námi. Síðastliðin 6—8 ár hafa 20—80 konur lært hjúkrun við

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.