Hlín - 01.01.1920, Page 32

Hlín - 01.01.1920, Page 32
32 Hlin I>ó ætla jeg að gera það, því sjaldan er góð vísa of oft kveðin. — I>að er þá fyrst þetta, að sýningin verði skýr spegill heimilisiðnaðarins, eins og hann er nú á landi voru á öllum sviðum, ekki aðeins á sviði tóskapar og hannyrða. Því er það, að karlmennirnir þurfa að vera með og liggja nú ekki á liði sínu. Þeir verða að koma með trjesmíðar sínar og málmsmíðar, smíðisgripi úr beini og liorni, skinnaiðnað, hrosshárstóskap og viðgerð- ir alls konar. Það er alger misskilningur, sem jeg hef orðið vör við hjá almenningi, að af því að hinir lteima- gerðu munir geti ekki jafnast á við smíði lærðra iðnað- armanna, þá sje ekki vert að láta þá á sýningu. Hver ætlast til þess, að þeir sjeu að öllu leyti jafn gildir? Getur ekki þvottabalinn eða skeifan, sem smíðað er heima, verið jafn nothæft, ef það er vel gert, þótt það sje máske ekki eins áferðarfallegt og lijá lærðum smiðum. Þessi sýning á aðeins að sýna heimilisiðnaðinn, en ekki vera iðnsýning í almennri merkingu, eins og til dæmis sýn- ingin í Reykjavík 1911. Islendingar eru að eðlisfari listfengir og lagnir, gefnir fyrir að leggja alt á gjörva hönd og nýta smámuni og gera sjer úr þeim þarfa hluti. Sýningin ætti að leiða í ljós þessa kosti þjóðarinnar. Enginn má draga sig í lilje, sem getur gert einhvern hlut betur en alment gerist, hve lítil- ijörlegur sem hann er. — Menn þykjast ekki vita, livað á sýningar eigi að láta. „Við erum komin til þess að sjá, hvernig sýningar eiga að vera,“ segja menn, „því ljetum við ekkert á þessa sýningu." Já, það er nú gott og blessað, en ekki yrði mikið úr sýningu, ef allir hugsuðu svo. — Menn verða að hafa áræði til að láta vel gerðan hlut fara, þótt einhver kynni að geta gert hann betur. Betri mark- að fyrir heimilisiðnað en væntanlega sýningu í Reykja- vík get jeg ekki hugsað mjer. Því þurfa þeir, sem vilja selja, að koma þar lram með vöru slna. En með því að stærri munir eru seinunnir og dýrir, væri æskilegt, að menn og konur vildu gera margt af smámunum, er.væru

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.