Hlín - 01.01.1920, Síða 36
36
Hlin
um þess, að liann sje hlýrri en peysubúningurinn, og
hefur það þó mikið að segja á okkar kalda landi, ekki
síst nú, þegar kolin eru í þessu geypiverði, og auk þess
illfáanleg. Jeg vil heldur vera hlý í peysufötunum mín-
um, já, meira að segja í vaðmálspeysufötum, heldur en
köld í híalíni eða silki.
Þá mætti máske líka líta á kostnaðinn við þessa bún-
inga. Því er ekki að neita, að peysnbúningur er orðinn
dýr. en hvað er það á móts við útlenda búninginn? Lje-
legustu hattkúfar á 40 kr. „Dragtir" 300 til 500 kr., kjóll
og kápa 1000 kr. o. s. frv. — Einlægt þarf svo að vera að
breyta þessum kjólum og kosta upp á nýjan saumaskap,
og fylgjast þó aldrei alveg með tískunni, ]iví að vanalega
munu kjólarnir vera komnir úr móð erlendis, þegar þeir
komst í móð hjer á íslandi. Það er sök sjer, þó að efna-
fólk kasti peningum sínum út l'yrir lítið, en það er rniður
gott fyrir efnalítið fólk.
Jeg tel það framför í búningsmálinu, hve mikilli hylli
upphlutnum hefur auðnast að ná hjá konum. Fyrir fá-
einum árum sást ekki upphlutur hjer á Eskifirði, en nú
eiga hann fjöldamargar, og þeim fjölgar árlega, er koma
sjer honum upp, enda er hann fallegt fat og eftir því
þægilegt. — Fallegast er að hafa treyjurnar við hann
hvítar eða gulhvítar, en svört treyja er hentugnst hvers-
dags. Stundum hef jeg sjeð grænar, rauðar og bláar upp-
hlutstreyjur, en það er ekki smekklegt, og ættu sem fæst-
ar að taka þann sið upp. — Jeg er sannfærð um, að peysu-
fata-óvinirnir hafa rangt að mæla, sem ætla, að búning-
urinn leggist niður innan skamms, því að enginn vilji
í honum ganga. Þeir hinir sömu geta reitt sig á það, að
á meðan íslensk tunga er töluð í þessu landi, verða altaf
einhverjir til að bera okkar einkarsnotra og þjóðlega
hversdagsbúning.
# # #
Faldbúningurinn er sá búningur, sem flestar íslenskar
konur ættu að eignast og nota við öll hátíðleg tækifæri.