Hlín - 01.01.1920, Page 38

Hlín - 01.01.1920, Page 38
38 Hlin runalega verði, heldur marghækka þeir í verði við að ganga að erfðum mann fram af manni, verða að lokum þeir dýrgripir, sem maður vill ekki selja fremur en sitt eigið lijartablóð. Það er ekki nema viðbára hjá fjöldamörgum konum, að þær hafi ekki efni á að fá sjer skautbúninginn; auð- vitað eru til konur, sem ekki liafa efni á því, en þær eru færri en hinar. Nei, það, sem jeg held að konur yfirleitt vanti í þessu efni, er áhugi, framtakssemi og nægilegur smekkur fyrir búningnum. Konur nú á dögum eru ekki fátækari en stöllur þeirra voru fyrir mörgum árum síðan. Gamlar konur hafa sagt mjer, að þá hafi álmginn fyrir því að eignast þennan búning verið svo mikill, að vinnu- konur, jafnt sem húsmæður og heimasætur, hafi af fremsta megni reynt að fá sjer eitt og eitt stykki á ári, þangað til allur búningurinn var lenginn. Þetta er virðingarverður áhugi, sem jeg vona að nútíðarkonum finnist ástæða til að breyta eftir. Þetta verður að komast aftur í gamla horfið; konur mega ekki láta það undir höfuð leggjast að koma sjer búningnum upp; hann á heimtingu á því, að honum sje sýndur meiri sómi en verið hefur nú um mörg ár. Það má búa hann til bæði dýran og ódýran, eftir því sem efni og kringumstæður hvers eins leyfa. Það má hlaða hann gulli og silfri, svo að hann verði afar skrautlegur, en það má líka leggja hann með flauels- böndum og vírsnúrum, og verður hann þá ekki dýr, en þó einkar snotur og tilkomumeiri en hversdagsbúning- urinn við öll hátíðleg tækifæri. Jeg man altaf eltir því hjer um veturinn í Reykjavík, þegar haldið var upp á 25 ára afmæli Þjóðminjasafnsins. Þá skautaði liver einasta kona, nema þrjár eða fjórar, sem voru á peysufötum. Aldrei hef jeg sjeð tilkomumeiri samkomu hvað búninga snertir. Slíkir búningar mættu sjást oftar og víðar á samkomum. Jeg vona fastlega, að konur um land alt fari nú að leggja rækt við þennan fagra þjóðbúning okkar. Láti

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.