Hlín - 01.01.1920, Page 40
40
Hlin
Konurnar hafa á öllum öldum verið bjargvættir garð-
yrkjunnar. Konan er bundin við heimilið; henni er joað
sjerstaklega mikið áhugamál að prýða jiað úti og inni;
henni er umhugað um að drýgja matinn og gera hann
tilbreytingameiri með matjurtum, ávöxtum og berjum;
henni lætur vel að hlúa að veikum og vanmáttkum plönt-
um ,hirða jjær og næra, og hún er þolgóð og þrautseig,
j)ótt ekki gangi alt að óskum.
Sjerfræðsla í garðyrkju er á síðari tímum fáanleg í öll-
um löndum; í fullkomnum garðyrkjuskólum með ára-
löngu námi, á skemri og lengri námsskeiðum og á öllurn
alþýðuskólum til sveita.
Fjöldi fólks, konur og karlar, stunda garðyrkjunám,
og gera það að 1 ífsstaríi sínu. Sumir eiga stór svæði í eða
utanvert við bæina, rækta Jrar matjurtir og blóm í stórum
stíl og selja almenningi; aðrir fara um landið, leiðbeina
og liðsinna með ráðum og dáð um alt, er að ræktun lýtur,
gróðursetja jneð hjálp allra skólabarna landsins þúsundir
skógartrjáa árlega; aðrir hirða um garða stóreignamann-
anna víðs vegar um landið, eða um kirkjugarðana, sent
jtar eru sannkallaðir skrúðgarðar; enn aðrir græða upp
óræktarsvæði og klæða á þann hátt landið. Það má með
sanni segja, að garðyrkjan og trjáræktin sje í heiðri liöfð
í þessum löndum, sem jx') frá okkar sjónarmiði, eru skóg-
um og gróðri vaíin; jrað er líka ein af listum garðyrkj-
unnar, að hafa hemil á gróðrinum. Sá Jrykir ekki maður
með mönnum Jrar í sveit, sem ekki hefur garð við bæ
sinn, og það vel hirtan garð, Jrótt lítill sje; að öðrum
kosti er hann verri en enginn og til skammar pg skap-
raunar eigandanum. Þær borgir eru þar heldur ekki
taldar á marga fiska, sem ekki eiga trjágarða með göng-
urn og blómaskrúði, til yndis og ánægju, hressingar og
heilsubótar íbúunum.*
* Jeg var fyrir nokkruni árum stödd í Stafangri í Noregi. Varð
mjer ásamt vinkonu minni, sent þarna er borin og barnfædd,