Hlín - 01.01.1920, Síða 44

Hlín - 01.01.1920, Síða 44
44 HÍin Við alþýðuskóla vora og búnaðarskóla þurfa að vera fallegir og vel hirtir garðar, sem gæti verið almenningi fyrirmynd. Starfræktu þá að sjálfsögðu garðyrkjukonur eða menn, og ætti vel við, að haldið væri þar námsskeið í garðyrkju fyrir unglinga að vorinu, að minsta kosti ætti að mega leiðbeina og hjálpa með ráðum og dáð þeim sem þyrftu. — Þá þurfa að vera stórir og góðir garðar sem víðast þar, sem jarðhili er. Ættu garðyrkjukonur að leigja þá um ákveðið árabil og rækta í nokkuð stórum stíl; það mundi borga sig, þótt eitthvað þyrfti að kaupa af útlendum áburði. Ekki veitir af að auka jarðeplarækt- ina, langt er enn að takmarkinu: tunna á mann í land- inu (1918 voru ræktaðar 26 þúsund tunnur). — Nærri má geta, hvort ekki mætti rækta margt fleira við hverahit- ann. Þeim þætti það ekki ónýtt útlendu garðyrkjumönn- unum, að setja þar upp gróðurskála og rækta þar aldin og skrautblóm á vetrum! Ungu stúlkurnar okkar vilja ekki kosta því til að læra ;i sumrum; þær vinna fyrir háu katipi á sumrum og eyða því á vetrum við nám. Það verður sama útkoman og þótt þær lærðu að sumrinu og ynnu svo fyrir fæði og klæði að vetrinum. Það er gaman að stunda það nám, sem veitir atvinnu við ákveðið starl', og það jafn þarft og skemtilegt starf og garðyrkjan er. Án efa bera þær garðyrkjukonur best úr býtum, sem verða fyrstar til að læra. — Fyrst fram- an af, meðan konur gefa sig ekki fram til námsins, væri æskilegt, að ungmennafjelög, búnaðar- og kvenfjelög kostuðu að nokkru valdar stúlkur til náms; þau trygðu sjer þannig góða starfsmenn. Það er mikil þörf fyrir góða menn við garðyrkjuna, og það er líklegast, að konurnar verði fyrir valinu. Hver einasti lneppur á landinu þyrfti að eiga garðyrkjukonu, sem gæti leiðbeint í garðyrkju, hirt um kirkjugarð sveitarinnar og trjáreit, hlynt að skógarleifum, valið garðstæði, bent á hvað best ætti við að rækta á hverjum stað, kent hagnýting áburðar til garð- yrkju, hreinsun illgresis o. fl. o. fl. Hún ætti að halda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.