Hlín - 01.01.1920, Page 46
4G
Hlin
Áður fyr var sungið til lesturs á hverju heimili á öll-
um helgurn dögum, og Passíusálmarnir alla langaföstuna
út. Þá lærðu unglingarnir auðvitað lögin og sálmana af
fullorðna fólkinu. Nú má heita, að aldrei sje sungið til
lesturs í heimahúsum, sjaldan messað nema á stórhátíð-
um og þegar fermt er, og í þau fáu skifti, sem messað
er, syngja aðeins örfáar manneskjur með organistanum,
og það er þá oftast eldra fólk, sem kann lögin frá ung-
dæmi sínu. Það er nú svo komið, að unga fólkið kann
ekki algengustu sálmalögin og getur því ekki sungið
með, þó það fegið vildi, og þó það liafi bæði góða söng-
rödd og sönghæfileika. Þetta er nú ekki sjerlega skemti-
legt fyrir organistana, og þegar þá þar við bætist, að
hljóðfærin í mörgum kirkjum eru svo mikil gargön, að
enginn maður mað sæmilegu söngeyra mundi þola slíkt
í sínum eigin húsum.
Eigum vjer nú að láta þetta lara sem fara vill? Að
nokkrum árum liðnum kann líklega enginn, sem ekki
spilar á eitthvert hljóðfæri, nokkurt sálmalag. Eigum vjer
að fljóta sofandi að feigðarósi? Á það að sannast á oss,
senr Steingrímur Thorsteinsson sagði einhvern tíma:
„Þar sem söngur dvín, er dauðans ríki dumbs á strönd
í klakastirðri þögn.“ Á uppvaxandi kynslóðin nær því
algerlega að fara á nris við að læra að syngja sálmana
og lögin, sem mörg eru svo yndisleg og hátignarleg, í
kirkjusöngsbókum vorum? Mjer finst óþarli að láta svo
fara.
Það þarf að stofna söngflokk við hverja kirkju, allir
að hjálpa til þess, sem á einhvern lrátt geta það. — Börn-
in verða að koma með; barnaraddirnar prýða sönginn
svo ósegjanlega mikið. Svo eiga börnin oft lrægra með
að sækja kirkju í Iivert sinn, heldur en fullorðna fólkið;
einnig koma þau hvort sem er til spurninga, þegar líður
á vetur. Jeg hef nokkra reynslu fyrir mjer í því, að þetta
má vel takast. Jeg hef, eins og mörgum hjer mun kunn-
ugt, haft söngflokk, sem hefur æft fjórraddaðan kirkju-