Hlín - 01.01.1920, Qupperneq 52
52
Hlin
það er uppalið í, að það verði þá sem iis fyrir vindi og
viti ekkert hverju það á að trúa, ef það þá annars vill
hafa nokkra trú. Það er ekki eingöngu prestunum að
kenna, að kirkjurækni liefur víðast lagst niður, það er
tóinlæti safnaðanna á trúmálunum og þar af leiðandi
samúðarleysi við prestinn sinn, sem hefur gjört það að
verkum, að svona er komið. Leikmenn, sem hnýta í prest,-
inn sinn fyrir áhrifaleysi í kirkjunni, ættu sannarlega að
stinga liendinni í sinn eigin barm og minnast þess, hve
mikinn þátt þeir sjálfir geta átt í því að gera guðsþjón-
ustuna aðlaðandi, með því að hafa sönginn í kirkjunni
sinni góðan.
Guðrún Sigurðardóttir Lindal.
Jeg vil þekkja prestinn minn.
Það þykir líklega skrítinn formáli þetta, eins og öllum
sje ekki í lófa lagið að þekkja prest, sem maður sjer og
heyrir af prjedikunarstóli ár eftir ár. Getur verið, en mjer
er það ekki nóg, jeg vil þekkja hann persónulega, eiga
hann fyrir vin, sem jeg get trúað fyrir mínum helgustu
hugsunum.
Jeg var nýlega að lesa í Prestafjelagsritinu nýja, meðal
annars erindi flutt á synodus af sjera Bjarna dómkirkju-
presti: „Hvernig verðum við betri prpstar?“ — Það leyn-
ir sjer ekki, að allir hafa prestarnir mikinn áhuga á sínu
háleita starfi. Sjera Bjarni setur fram nokkrar spurningar,
meðal annara þessa: „Hvemig á að bæta safnaðarlíf?"
Jeg veit nú naumast, hvort jeg Iief leyfi til að leggja
orð til, þegar um svona mikið stórmál er að ræða. En
enginn nefnir það, sem jeg held að hefði stórmikla þýð-