Hlín - 01.01.1920, Side 53
Hlin
53
ingu, þegar um sambandið milli prests og safnaðar er að
ræða. Jeg hef oft óskað að geta kynst prestunum, sem
jeg hef átt, en því miður ekki átt kost á að hafa nánari
kynni, nema af tveimur þeirra. En mjer hefur reynst sú
þekking afar ntikils verð, bæði mjer til ánægju og and-
legrar uppbyggingar.
Ef nánara persónulegt samband og kunnugleiki ætti
sjer stað milli prestanna og safnaða þeirra, gæti það má-
ske orðið prestunum til gagns líka, þeir eru oft einmana
í starfi sínu og þrá samúð. Brauðasamsteypan hefur fjar-
lægt prestana og söfnuðina, og er það ilt.
Jeg var ekki nema sjö ára, þegar jeg man fyrst eftir
presti. Móðir mín sagði okkur krökkunum að fara inn
og heilsa prestinum, hann væri kominn að húsvitja. Jeg
býst við að jeg hafi ekki verið mjög upplitsdjörf. En þeg-
ar presturinn rjetti mjer blíðlega hendina og tók mig á
knje sjer, þá hvarf mjer öll feimni og jeg gat masað við
liann um alla heima og geima. Því næst byrjaði yfir-
heyrslan. Hann hefur víst ekki verið mjög kröfuharður,
því mesta hrós fjekk jeg fyrir að kunna að lesa og fyrir
fræðin í kverinu mínu. Hann kom oft til foreldra minna
og átti tal við þau um lífið frá ýmsum hliðum, um trú-
arbrögðin og margt fleira, sem mjer fanst í hæsta máta
guðfræði. Auðvitað var jeg barn, sem bar lítið skynbragð
á þá hluti. — Ekki þótti presturinn okkar mikill ræðu-
maður, og jeg held, að hann hafi notið sín betur í lágu
baðstofunni hjá foreldrum mínum en í prjedikunarstóln-
um. Hann var gáfumaður, en þótti undarlegur, sumir
kölluðu hann ofvita, en þeir sem þektu hann vel, vissu,
að hann bar í brjósti göfugt og guðelskandi hjarta.
En því miður naut jeg hans ekki lengi, jeg var aðeins
11 ára, þegar hann fór burtu, og jeg grjet, þegar hann
kom að kveðja. Svo var prestlaust um tíma. En livað það
var tómlegt. Þó að jeg væri barn, þá held jeg næstum,
að jeg hafi fundið, að mig vantaði andlegan leiðtoga.
Hjeraðsprófasturinn þjónaði brauðinu meðan prestlaust