Hlín - 01.01.1920, Side 55

Hlín - 01.01.1920, Side 55
Hlín 55 livort mjer væri þetta alvara, og hvort jeg ætti víst að geta lesið betur eða kunnað, þó nýr prestur kæmi. En nú var jeg ákveðin, neitaði öllum mótbárum og ijekk að bíða. Nýi presturinn kom, og varð að frjetta öll ósköpin, að jeg hefði neitað að láta prófastinn staðfesta mig. Jafn- skjótt og jeg sá lnmn, fjell mjer hann vel í geð. Hann var svo glaður í viðmóti, og liann skildi mig, skildi að hjer var um að ræða kjarklítið fermingarbarn, mjer liggur við að segja andlega lamað. Stuttu eltir að hann kom, tók hann mig lieim til sín tii undirbúnings undir ferm- inguna, og nú var jeg ekki feimin eða stamandi, nú kunni jeg kverið mitt og skildi líkt og önnur börn. Og þegar liann halði staðfest mig, og um leið sáð mörgu góðu sæði í mitt unga en viðkvæma hjarta, þótti mjer næstum eins vænt um hann og foreldra mína, jeg átti hann fyrir vin, sem mjer var óhætt að treysta. En það fór sem fyr, jeg naut lians ekki lengi, því að skömmu eftir ferminguna varð jeg að flytja burt úr for- eldrahúsum til þess að vinna fyrir mjer; jeg varð að fara til vandalausra, burt'úr sveitinni minni, og þá fanst mjer lífið dapurt. Jeg saknaði foreldranna og systkinanna og prestsins; þetta þykir kannske ótrúlegt skrum, en það er satt. Að sönnu leið mjer betur, þegar jeg fór að kynnast. — Tíminn leið, þar til jeg var komin undir þrítugt, þá verða prestaskilti þar sem jeg var þá, og mjer til mikill- ar undrunar, en jafnframt ánægju, er það gamli vinur minn, fyrsti presturinn, sem jeg átti, sem er veitt brauð- ið. Það glaðnaði yfir mjer, og jeg verð að segja, að jeg ljet ekki lengi bíða að heimsækja hann, og það urðu fagnaðarfundir. Hann liefði ekki getað tekið mjer betur, þó að jeg hefði verið dóttir lians, sem hann hefði ekki sjeð í mörg ár. Og margs þurfti jeg að spyrja, jeg vissi að hann mundi fyrirgefa mjer, þó að jeg spyrði sem fá- iróð sveitastúlka, sem lítið þekti lífið út á við, og sömu- leiðis vissi jeg, að hann mundi svara mjer því, sem liann vissi sannast og rjettast, og svo ljet jeg dæluna ganga.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.