Hlín - 01.01.1920, Qupperneq 57
Hlin
57
Ó, hvað mig langaði til að geta þá heimsótt hann, en
vegalengd og hörð veðrátta hamlaði mjer að geta það.
En jeg lieyrði sagt, að mitt í sárustu þrautunum hefði
hann verið rólegur og jafnan sagt: „hað er ekki neitt,
það batnar bráðum.“ — Nú eru þeir báðir dánir, þessir
gömlu, góðu vinir mínir, en endurminningin lifir mjer
til ánægju og andlegrar uppbyggingar lyrir heila lílið.
Jeg efast ekki um, er meira að segja sannfærð um, að
ef jeg hefði verið svo heppin að þekkja fleiri af prestum
mínum, þá mundu Jreir hafa reynst mjer á sama hátt.
Ritað í maí 1920.
Una.
Hátíðisdagur kvenna.
(Kafli úr erindi, fluttu 19. júní 1920.)
Dagurinn, hátíðisdagurinn okkar, er kominn að kvöldi,
og við erum hjer innan fjögra húsveggja. Hjer í sam-
komuhúsi bæjarins bjóðum við ykkur þá velkomin, öll,
sem hjer eruð saman komin. Mig iangar til að mega
treysta því, að þið með nærveru ykkar viljið heiðra þenn-
an merkisdag og samgleðjast íslenskunt konum með þenn-
an afmælisdag rjettinda sinna, sem þær vilja reyna að
muna eltir árlega.
Þið liafið sjálfsagt reynt það öll einhvern tírna á æfinni,
líklega oft á æfinni, að ef við eigum okkur einhver sönn
áhugamál, einhver hjartans mál, eitthvað, sem við höf-
um barist fyrir og viljum berjast fyrir, — hve Jtað ]>á